fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Fréttir

Tveir togarasjómenn slösuðust

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. júní 2021 05:16

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fjórða tímanum í nótt voru tveir skipverjar á togara fluttir með sjúkrabifreið á bráðamóttöku eftir að togarinn kom til hafnar í Reykjavík. Þeir slösuðust þegar togarinn var við veiðar og er talið að þeir hafi beinbrotnað.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar sem sinnti ýmsum öðrum verkefnum í gærkvöldi og nótt. Meðal annars var ölvuðu fólki vísað út úr verslun í Bústaðahverfi um klukkan 17 í gær. Skömmu síðar varð umferðarslys í Bústaðahverfi. Þar var um minniháttar slys á fólki að ræða.

Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Allir reyndust þeir vera sviptir ökuréttindum og einn þeirra er einnig grunaður um vörslu fíkniefna.

Í Laugarneshverfi var brotist inn í hjólageymslu í nótt og í Hlíðahverfi voru skemmdarverk unnin á bifreið.

Í Garðabæ var brotist inn í geymslugám.

Síðdegis í gær var tilkynnt um þjófnað úr verslun í Smáralind, tvö aðskilin mál. Þau voru afgreidd á vettvangi.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi féll knapi af baki í Árbæjarhverfi. Hann kenndi til eymsla eftir fallið og var fluttur á bráðamóttöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“

Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Yfirmaður NATÓ segir að hugsanlega muni Kína og Rússland gera samhæfðar árásir

Yfirmaður NATÓ segir að hugsanlega muni Kína og Rússland gera samhæfðar árásir
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir að mál Trump og Epstein-skjalanna geti endað með ríkisrétti – „Þetta er örvænting á stigi sem við höfum ekki séð áður“

Segir að mál Trump og Epstein-skjalanna geti endað með ríkisrétti – „Þetta er örvænting á stigi sem við höfum ekki séð áður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rýnt í grein varaþingmanns um meintan feluleik – Hálfsannleikur, talnaleikir og fullyrðingar sem halda engu vatni

Rýnt í grein varaþingmanns um meintan feluleik – Hálfsannleikur, talnaleikir og fullyrðingar sem halda engu vatni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slanga í flugvél – „Ég hafði eitt tækifæri til þess að grípa hana“

Slanga í flugvél – „Ég hafði eitt tækifæri til þess að grípa hana“