fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Elísabet Ýr nýr fjármálastjóri Orkusölunnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 7. júní 2021 12:46

Elísabet Ýr Sveinsdóttir. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orkusalan hefur ráðið Elísabetu Ýri Sveinsdóttur í starf fjármálastjóra hjá fyrirtækinu. Elísabet er 31 árs og er viðskiptafræðingur frá Bifröst. Hún lauk meistaragráðu í Stjórnunarreikningsskilum og viðskiptagreind árið 2014 frá Háskólanum í Reykjavík.

Elísabet bjó um tíma í Filippseyjum þar sem hún gegndi stöðu fjármálastjóra félaga Jarðborana í Asíu sem voru staðsett í Filippseyjum, Malasíu og Indónesíu.

Elísabet kemur til með að byggja upp og leiða fjármálasvið Orkusölunnar en fyrirtækið hefur stækkað hratt á seinustu árum.

Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar, segir það mikinn feng fyrir fyrirtækið að fá Elísabetu til að leiða fjármálasvið fyrirtækisins. „Elísabet er góður og öflugur liðsstyrkur og mun þekking hennar og reynsla koma sér vel í þeim verkefnum sem hún mun sinna. Við erum spennt að fá hana til liðs við okkur og mun hennar kraftur styðja fyrirtækið að ná settum markmiðum og hjálpa Orkusölunni að vaxa enn frekar,“ segir Magnús.

,,Áhuginn fyrir grænni orku kviknaði þegar ég vann hjá Jarðborunum og hefur sá áhugi vaxið síðan. Ég er því spennt fyrir þessum breytingum en Orkusalan er vel mannaður vinnustaður og ég hlakka til að bætast í hóp öflugra starfsmanna fyrirtækisins,” segir Elísabet Ýr Sveinsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
Fréttir
Í gær

Lögmaður í haldi á Hólmsheiði vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi

Lögmaður í haldi á Hólmsheiði vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust
Fréttir
Í gær

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar