Á áttunda tímanum í gærkvöldi var ökumaður handtekinn í miðborginni en hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Nagladekk voru undir bifreið hans og öryggisbúnaður hennar ekki í lagi.
Á níunda tímanum í gærkvöldi hafði lögreglan afskipti af manni sem hafði stolið bangsa í verslun í miðborginni. Hann framvísaði bangsanum er lögreglan kom á vettvang.
Einn ökumaður var handtekinn í gærkvöldi grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.
17 ára ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur skömmu eftir miðnætti. Hann ók á 119 km/klst hraða í Garðabæ þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst.