fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Líkamsárás, húsbrot og innbrot

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. maí 2021 06:11

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tólfta tímanum í gærkvöldi var maður handtekinn í miðborginni grunaður um líkamsárás. Hann var vistaður í fangageymslu. Árásarþolinn var fluttur á bráðadeild en hann var með áverka á öxl.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi voru tveir menn handteknir í Breiðholti grunaðir um húsbrot, eignaspjöll og hótanir. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.

Skömmu fyrir miðnætti var maður, sem var í annarlegu ástandi, handtekinn í miðborginni. Hann hafði að sögn brotið rúðu og er grunaður um vörslu fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á fjórða tímanum í nótt var maður handtekinn grunaður um að hafa brotist inn í verslun í Hlíðahverfi en þar var tveimur rafmagnshlaupahjólum stolið.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot í bifreið í Hafnarfirði. Rúða var brotin og fartölvu, veiðidóti og fleiru stolið.

Í Kópavogi féll maður úr stiga á níunda tímanum í gærkvöldi. Hann var fluttur á bráðadeild en hann fann til eymsla í höndum, fótum, baki og höfði.

Einn ökumaður var handtekinn í nótt grunaður um ölvun við akstur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina
Fréttir
Í gær

Barn féll í sjóinn við Reynisfjöru

Barn féll í sjóinn við Reynisfjöru
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans