fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Ók tvisvar á sömu bifreiðina

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. maí 2021 06:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 18 í gær var ekið á bifreið í Hlíðahverfi. Þegar tjónþoli sagði tjónvaldi, sem er kona, að hringt yrði í lögregluna settist konan aftur inn i bifreið sína og ók aftur á bifreið tjónþola. Því næst steig hún út úr bifreið sinni og gekk á brott. Hún var þá beðin um að halda kyrru fyrir og gerði hún það og settist og beið þar til lögreglan kom á vettvang. Konan var handtekin og vistuð í fangageymslu en hún er grunuð um ölvun við akstur.

Á níunda tímanum í gærkvöldi varð umferðaróhapp í Laugardalshverfi. Tjónvaldur hljóp á brott frá vettvangi. Lögreglan telur sig vita hver hann er. Báðar bifreiðarnar voru óökufærar og voru fluttar á brott með kranabifreið.

Klukkan 18 var tilkynnt um slys þar sem kona hafði dottið við fjallstopp Helgafells. Sjúkraflutningamenn aðstoðuðu hana niður og fluttu á Bráðadeild en hún var köld og með verki.

Í Kópavogi komu menn akandi að húsi einu upp úr miðnætti og köstuðu grjóti í gegnum rúðu. Upptaka af þessu náðist á öryggismyndavél.

Brotist var inn í geymslu fjölbýlishúss í Árbæ seinnipartinn í gær og reiðhjólum og fleiru stolið.

Í Bústaðahverfi var maður handtekinn um klukkan 20 en hann hafði brotið rúðu í húsi og farið inn. Hann var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangageymslu.

Þrír ökumenn voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli