fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Uppfæra hættusvæðið við Geldingadali

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 16:16

Mynd/Veðurstofan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hættusvæði umhverfis gosstöðvar hefur verið uppfært vegna breytinga á gosvirkni í Geldingadölum. Öflugir kvikustrókar ná nú 200-300 m hæð yfir yfirborð og mynda gjósku sem berst frá gosupptökum en 5-15 cm bombur hafa fundist nokkur hundruð metra frá virkum gíg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum.

Líkanreikningar úr módelinu Eject (eftir Mastin) og upplýsingar úr mörkinni hafa verið notuð til að draga útlínur nýs hættusvæðis þar sem bombur úr kvikustrókum geta verið lífshættulegar. Hættusvæði af völdum bomba er metið 400 m radíus umhverfis gíg í logni og radíus eykst í 650 m ef vindur er 15 m/s. Gjóskufall fylgir vindátt og minni korn geta fallið utan skilgreinds hættusvæðis 3.

Mynd/Veðurstofan
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“