fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Telur líklegt að skattaundanskot færist í vöxt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Örn Birgisson, fráfarandi framkvæmdastjóri Domino‘s á Íslandi, telur líklegt að skattaundanskot, í formi svartra launagreiðslna, færist i vöxt á næstu misserum hjá smærri fyrirtækjum á veitingamarkaðinum. Ástæðan er sligandi launakostnaður.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. „Við erum að sjá dæmi þess að furðulegir hlutir eru að gerast í geiranum. Eitt fyrirtæki í veitingarekstri, sem treystir meðal annars á nætursölu, birti ársreikning nýlega þar sem launahlutfall var 12 prósent af veltu, langt undir þeim rúmlega 40 prósentum sem eru almennt í geiranum á Íslandi. Þegar rekstraraðili veitingahúss birtir ársreikning með 12 prósenta launahlutfall, þýðir það annað hvort að viðkomandi er margfalt betri í rekstri en allir samkeppnisaðilar og geirinn í heild sinni. Eða þá að þeir geta ekki sýnt hærra launahlutfall í reikningum vegna þess að stór hluti launa er greiddur undir borðið. Dæmi hver fyrir sig,“ er haft eftir Birgi.

Einnig er haft eftir honum að fyrir 15 til 20 árum hafi mikið verið um svartar launagreiðslur í veitingageiranum en það hafi næstum liðið undir lok þegar virðisaukaskattur á veitingarekstur var lækkaður. Þá hafi allar tekjur komið upp á borðið og reksturinn hafi orðið eðlilegur og heiðarlegur. Nú virðist hins vegar bera á því, sérstaklega hjá smærri rekstraraðilum, að laun séu greidd undir borðið. Þetta segir hann vera vegna uppbyggingar kjarasamninga því yfirvinnutaxtar leggist of þungt á veitingageirann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu