fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Maðurinn loksins handtekinn – CrossFit-kappinn sem margbraut nálgunarbann gegn fjölskyldu Svölu kominn í gæsluvarðhald

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 15:59

Bíll Svölu eftir skemmdarverkin. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

CrossFit-kappi á þrítugsaldri, sem úrskurðaður var í Landsrétti í gær í gæsluvarðhald til 15. apríl, var handtekinn laust fyrir kl. 14 í dag. Hann átti að mæta til afplánunar gæsluvarðhalds í gær en lét ekki sjá sig og fannst ekki. Lögregla hefur nú handtekið hann, samkvæmt öruggum heimildum DV.

„Maðurinn er grunaður um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll. Ætluð brot mannsins voru framin á rúmlega þriggja og hálfs mánaða tímabili, eða frá því í lok nóvember á síðasta ári og fram í miðjan mars á þessu ári. Þá hefur viðkomandi stöðu sakbornings í sex öðrum málum, sem eru til meðferðar hjá lögreglu,“ sagði í tilkynningu lögreglunnar um gæsluvarðhaldið í gær.

Maðurinn er sakaður um að hafa brottnumið, frelsissvipt og misþyrmt syni Svölu Lindar Ægisdóttur í nóvember síðastliðnum. Hann hefur síðan, að hennar sögn, margoft ofsótt fjölskylduna, meðal annars með símtölum þar sem hann hótar líkamsmeiðingum og lífláti.

Hann var úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart fjölskyldunni. Þann 16. mars er hann talinn hafa stórskemmt bíl Svölu þar sem honum var lagt fyrir utan heimili hennar. Hún hefur margoft kallað eftir því að hann verði úrskurðaður í síbrotagæslu. Í kjölfar þessa atviks krafðist lögreglan gæsluvarðhalds yfir manninum en héraðsdómur varð ekki við þeirri kröfu. Landsréttur sneri þeim úrskurði við og úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 15. apríl.

Sjá einnig: Svona leit bíll Svölu út í morgun – Maður sem margbrýtur nálgunarbann gengur laus og ógnar fjölskyldunni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Í gær

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik
Fréttir
Í gær

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning
Fréttir
Í gær

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“