fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Martröð Guðrúnar á enda

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 17. mars 2021 17:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann fyrsta nóvember árið 2019 hófst löng fréttasaga á dv.is undir fyrirsögninni „Guðrún leitar að manninum sínum svo hún geti skilið við hann“.

Þar ræddi Guðrún Benediktsdóttir, miðaldra kona úr Breiðholti, við DV og sagði farir sínar ekki sléttar af samskiptum við Aras Nasradeen Kak Abdullah, ríflega þrítugan Kúrda frá Írak. Guðrún og Aras höfðu kynnst á Facebook og orðið vel til vina í skilaboðaspjalli. Svo fór að Aras kom til Íslands og þau giftust.

Guðrún bar Aras illa hjónabandssöguna. Sagði hann hafa sóað fé sínu og verið sér ótrúr. Þegar þarna var komið við sögu var Aras fluttur út frá henni fyrir löngu og hún vissi ekki hvar hann hélt sig, taldi hann þó vera í tygjum við aðra konu. Sagðist Guðrún um þetta leyti ekki hafa séð Aras í eitt ár.

Guðrún gerði kröfu um skilnað en hún sagði Aras neita sér um hann þar sem hjónabandið væri forsenda þess að hann héldi dvalarleyfi hér á landi. DV hefur birt margar fréttir um mál þeirra en síðastliðið sumar hafnaði héraðsdómur kröfu Guðrúnar og hún var því neydd áfram til að vera gift manni sem hún hittir aldrei og vill ekkert með hafa.

Í dag tilkynnti Guðrún síðan á Facebook-síðu sinni, og staðfesti í spjalli við DV, að hún væri loks búin að fá skilnað. Aras skrifaði loks undir skilnaðarpappíra hjá sýslumanni og skyndilega er skilnaðurinn orðinn að veruleika. Guðrún getur horft til framtíðarinnar án þess að leiða hugann að þessum manni sem hún segir hafa leikið sig grátt. Aðalatriðið er þó að þau vilja hvorugt nokkuð með annað hafa og halda hvort sína leið.

Þetta er gleðidagur í lífi Guðrúnar sem horfir nú björtum augum til framtíðarinnar, í fyrsta skipti í langan tíma.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi
Fréttir
Í gær

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“
Fréttir
Í gær

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun
Fréttir
Í gær

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Í gær

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil