fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Beittu varnarúða til að yfirbuga mann

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. mars 2021 05:28

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjötta tímanum í gær var tilkynnt um rúðubrot á veitingastað í Breiðholti. Þegar lögreglan kom á vettvang var gerandinn þar enn. Hann hlýddi ekki fyrirmælum lögreglunnar og þurftu lögreglumenn að beita varnarúða á hann til að yfirbuga hann. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Á tíunda tímanum var maður handtekinn í Hafnarfirði, grunaður um eignaspjöll. Hann var vistaður í fangageymslu. Skömmu fyrir miðnætti var maður handtekinn í verslun í miðborginni, grunaður um eignaspjöll og líkamsárás. Hann var vistaður í fangageymslu.

Einn ökumaður var handtekinn í gærkvöldi, grunaður um ölvun við akstur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ekki víst að Guðmundur Ingi snúi aftur í barna- og menntamálaráðuneytið

Ekki víst að Guðmundur Ingi snúi aftur í barna- og menntamálaráðuneytið
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Slæmt að sjá unga vinsæla tónlistarkonu nota reykingar sem sjálfsagðan hlut í sínu efni“

„Slæmt að sjá unga vinsæla tónlistarkonu nota reykingar sem sjálfsagðan hlut í sínu efni“