fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Verkstjóri fær ekki bætur eftir að mótor féll á höfuð hans – Lögregla og sjúkralið komu á vettvang

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 4. mars 2021 17:36

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í febrúar árið 2018 varð verkstjóri hjá fyrirtæki einu fyrir slysi er hann var að reyna að loka bílskúrsdyrum í vörugeymslu fyrirtækisins. Rafmagnsmótor sem knúði hurðina féll þá í höfuð honum. Atvikinu er lýst svo í texta dóms Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem skaðamótamál vegna atviksins var rekið:

„Lögregla var kölluð á vettvang slyssins. Í fyrirliggjandi lögregluskýrslu, dags. 19. febrúar 2018, kemur fram að þegar lögreglu hafi borið að garði hafi sjúkraflutningamenn verið að hlúa að stefnanda. Hann hafi legið á gólfi vörugeymslunnar við stóra bílskúrshurð. Við hliðina á honum hafi legið mótor sem í hafi hangið löng keðja. Stefnandi hafi sagt að hann hafi verið að afgreiða sendingu út úr vöruhúsinu. Þegar hann hafi ætlað að loka bílskúrshurðinni hafi hurðin staðið á sér. Hann hafi þá ítrekað ýtt á takka sem ætlaður hafi verið til að loka hurðinni. Þá hafi hann heyrt hljóð eins og keðjur væru að hreyfast fyrir ofan hann. Þetta hafi hann talið óvanalegt. Síðan hafi hann fengið högg á höfuðið og fallið í gólfið. Ólíklegt teldi hann að mótorinn hefði fallið beint á höfuð hans. Líklegast teldi hann að keðjan, sem hangið hafi í mótornum, hafi verið það sem hann fékk í höfuðið. Fram kemur einnig að stefnandi hafi nefnt að „fyrir einhverju síðan“ hafi verið ekið á umrædda hurð en hann vissi ekki betur en að gert hafi verið við hana. Þá segir að stefnandi hafi í kjölfarið verið fluttur á bráðamóttöku. Mótorinn hafi vegið 11 kg með keðjunum sem hangið hafi í honum. Engin vitni hafi verið að slysinu og öryggismyndavélar sem beint hafi verið að vettvangi hafi reynst óvirkar.“

Fyrirtækið tilkynnti atvikið til Vinnueftirlitsins og starfsmaður þess ritaði eftirlitsskýrslu þar sem fram kemur að mótor hafi fallið á höfuð verkstjórans. Segir í skýrslunni að yfirfara skuli vöruhurðina og tryggja að hún sé í lagi, meðal annars að mótorinn sé festur réttilega og að svokölluð kemmuvörn virki.

Ágreiningslaust var að slysið féll undir slysatryggingu vinnuveitandans en maðurinn vildi að auki að skaðabótaábyrgð vinnuveitandans yrði viðurkennd. Því var hafnað af hálfu vinnuveitandans. Maðurinn byggði á því að hann hefði orðið fyrir stórfelldu líkamstjóni í slysinu og vinnuveitandinn beri ábyrgð á hættulegum aðstæðum sem hafi skapast á vinnustaðnum og valdið slysinu.

Vinnuveitandinn hafnaði ábyrgðinni meðal annars á þeim forsendum að um óhappatilvik hefði verið að ræða en ekki saknæmt atferli. Einnig var því borið við að maðurinn hefði ekki farið að reglum og borið öryggishjálm. Maðurinn hélt því fram að skort hafi á að persónuhlífar á borð við öryggishjálma væru til staðar á svæðinu. Var um þetta ágreiningur í aðalmeðferð málsins.

Það var niðurstaða dómsins að skaðabótaskylda vinnuveitandans vær ósönnuð í málinu. Var því kröfum mannsins hafnað. Málskostnaður var felldur niður og greiðist úr ríkissjóði.

Dóminn má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handteknir fyrir að selja fjölda ólögráða ungmenna fölsuð skilríki

Handteknir fyrir að selja fjölda ólögráða ungmenna fölsuð skilríki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni