fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Banni við drónaflugi aflétt í kvöld

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 4. mars 2021 16:30

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bann við drónaflugi sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setti á í gær og afmarkaðist við Reykjanesbraut, Grindavíkurveg, Krísuvíkurleið og Suðurstrandaveg verður aflétt klukkan 19:00 í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samskiptastjóra Almannavarnadeildar.

Bannið var sett á vegna þyrluflugs og annarra starfa viðbragðs- og vísindamanna á svæðinu. Klukkan sjö í kvöld mun könnunarflug almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra ljúka og því ekki lengur þörf fyrir bannið.

Fram kemur að Ef til eldsumbrota kæmi á næstu dögum, vikum eða mánuðum sem krefðist lokunar á ný muni tilkynning þess efnis verða send.

Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Vegna hugsanlegra eldsumbrota á Reykjanesskaga og af öryggisástæðum vegna þyrluflugs og annarra starfa viðbragðs- og vísindamanna, lagði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, fyrir hönd Samgöngustofu í gær bann við flugi dróna á svæðinu sem markaðist af Reykjanesbraut, Grindavíkurvegi, Krísuvíkurleið og Suðurstrandavegi. Þessu banni verður aflétt klukkan 19:00 í kvöld (4. mars 2021) þegar könnunarflugi almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra lýkur.  Ef til eldsumbrota kæmi á næstu dögum, vikum eða mánuðum sem krefðist lokunar á ný mun tilkynning verða send.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handteknir fyrir að selja fjölda ólögráða ungmenna fölsuð skilríki

Handteknir fyrir að selja fjölda ólögráða ungmenna fölsuð skilríki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni