fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar vill flýta fyrir bólusetningu starfsmanna flugfélaga

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. mars 2021 15:30

Mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókun var lögð fram á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæ um flýtingu á bólusetningu flugliða og annars starfsfólks flugfélaga sem á í samskiptum við flugfarþega og skorar á stjórnvöld að breyta forgangsröðun bólusetningar til þess að svo megi verða.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarstjórninni sem send var á fjölmiðla. Bent er á að 40% efnahagsumsvifa á svæðinu má beint eða óbeint rekja til Keflavíkurflugvallar.

„Til að auka líkur á skjótari viðsnúningi ferðaþjónustunnar og starfseminnar á Keflavíkurflugvelli er mikilvægt að gera allt sem hægt er til að draga úr neikvæðum áhrifum Covid-19. Stór liður í því er að flýta bólusetningu framlínufólks í flugi og flugþjónustu svo það sé betur búið undir að taka á móti og þjónusta fólk sem vill ferðast til Íslands í vor og sumar,“ segir í tilkynningunni en bæjarstjórnin segir að atvinnuleysi á Suðurnesjum er það langmesta á Íslandi og mikilvægt að koma hjólum atvinnulífsins í gang að nýju.

Allir meðlimir bæjarstjórnar skrifa undir bókuninan nema Gunnar Þórarinsson, fulltrúi Frjáls Afls. Ekki kemur fram hvers vegna hann skrifar ekki undir. Hann var viðstaddur fundinn samkvæmt fundargerð.

„Samkvæmt nýjum könnunum kemur fram að val á áfangastað mun fyrst og fremst ákvarðast af því hvernig landið tekur á Covid-19 og bólusetningu gagnvart ferðamönnum. Þá leið eru m.a. Írar að fara til þess að geta markaðsett sinn flugvöll sem veirufrían flugvöll,“ kemur fram í tilkynningunni og því skiptir bólusetning framlínufólks í ferðaþjónustu miklu máli en ekki síður til þess að koma í veg fyrir að smit berist til landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handteknir fyrir að selja fjölda ólögráða ungmenna fölsuð skilríki

Handteknir fyrir að selja fjölda ólögráða ungmenna fölsuð skilríki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni