fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Áfellisdómur yfir lögreglu vegna rannsóknar á andláti Perlu Dísar

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 6. febrúar 2021 19:56

Skjáskot úr þætti Kveiks - Myndir af Perlu Dís

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkissaksóknari gerir alvarlegar athugasemdir við rannsókn lögreglu á andláti Perlu Dísar Bachmann Guðmundsdóttur sem lést í september 2019. Þetta kom fram í kvöldfréttum RUV en fjallað var um málið í Kveik í lok janúar. Tuttugufaldur dauðaskammtur af MDMA fannst í blóði hennar.

Aðstandendur Perlu voru afar ósáttir við málsmeðferð lögreglu sem þeim fannst einkennast af takmörkuðum áhuga og fordómum vegna þess að hún hefði verið í neyslu. Kærasti Perlu Dísar var kærður fyrir að hafa látið farast fyrir að koma manneskju í neyð til aðstoðar og talið að hann hafi gefið henni efnið.

Skjáskot úr frétt RUV í kvöld þar sem farið var yfir athugasemdir ríkissaksóknara vegna þess sem betur hefði mátt fara.

Í frétt RUV segir að ekki megi annað sjá en ríkissaksóknari taki undir flest það sem aðstandendur höfðu við rannsóknina að athuga, og vísað í bréf ríkissaksóknara til lögreglu sem fréttastofan hefur undir höndum.

Þá segir í frétt RUV: „Bréfið er í raun áfellisdómur yfir vinnubrögðum lögreglu. Þar er að finna ábendingar um 6-7 atriði sem ríkissaksóknari telur rétt að huga að framvegis við rannsóknir í svipuðum málum. Talan er á reiki því hluti bréfsins er svertur og því ekki ljóst hversu margar þær eru.“

Bréf ríkissaksóknara til lögreglu er dagsett 15. janúar 2021, fyrir rúmum þremur vikum. Aðstandendur Perlu hafa þó ekkert heyrt frá lögreglu vegna þessa áfellisdóms ríkissaksóknara yfir vinnubrögðunum.

Óljós orsök andláts Perlu – Önnur kona lýsti ofbeldi af hendi kærastans – Ógnandi þegar lögregla bar að garði

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Í gær

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“