fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Sjáðu hverjir fengu styrki vegna „Sumarborgarinnar“ – Teiknimyndir, qi-gong, karnival og söngljóðasúpa

Heimir Hannesson
Föstudaginn 5. febrúar 2021 11:30

mynd/skjáskot úr svari Reykjavíkurborgar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg eyddi 60 milljónum króna í styrki til einkafyrirtækja í borginni vegna verkefnisins „Sumarborgin okkar.“ Samþykkti borgarráð að eyða 50 milljónum í verkefnið og lagði skrifstofa borgarstjóra og borgarritara 10 milljónir í viðbót í verkefnið „úr sínum ramma.“

Þetta kemur fram í svari umhverfis- og skipulagssviði við fyrirspurn borgarfulltrúa Miðflokksins í borgarráði. Þar segir jafnframt að 14 milljónir af þessum 60 hafi farið í að snyrta og fegra miðborgina í tengslum við átakið. 14,8 milljónir hafi farið í efniskaup, stór og smá, blóm, blómaker, leikföng, málningu, timbur og ný götugögn, að því er segir í svarinu. Tæpar tvær milljónir fóru í „greiningar og kannanir,“ 16,4 milljónir í viðburði, 10 milljónir í markaðsmál og 3 milljónir í „annað.“

9,3 milljónir fóru í viðburðarpott Sumarborgarinnar, sundurliðað eins og sjá má hér að neðan:

mynd/skjáskot úr svari Reykjavíkurborgar

Rúmar sjö milljónum var úthlutað til samstarfsverkefna, sundurliðað eins og hér segir:

mynd/skjáskot úr svari Reykjavíkurborgar

Ellefu og hálf milljón fóru svo í hverfispottana svokölluðu:

mynd/skjáskot úr svari Reykjavíkurborgar
mynd/skjáskot úr svari Reykjavíkurborgar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“