fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

15 ára gamlir árásarmenn sluppu með skrekkinn í héraðsdómi

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 10:02

Spöngin í Grafarvogi. mynd/Einar Ólason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákæra Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn tveimur ungum karlmönnum fyrir líkamsárás var tekin fyrir í héraðsdómi um miðjan janúar. Dómur féll í málinu í síðustu viku en var nýlega birtur á heimasíðu dómstólanna.

Játuðu strákarnir tveir að hafa ráðist á annan mann í desember 2018 á bifreiðaverkstæði í verslunarkjarnanum Spönginni í Grafarvogi. Slógu strákarnir fórnarlamb sitt ítrekað í andlitið svo hann féll í jörðina og hófu þá að sparka ítrekað í líkama hans og höfuð. Hlaut fórnarlamb strákanna af árásinni marbletti á brjóstkassa og yfirborðssár á höfuð, andliti, olnboga og víðar um líkamann.

Sökum játningar var engin aðalmeðferð í málinu. Segir í dómnum að játningar mannanna sé nægjanlega studd sakargögnum og sé réttilega heimfærð á refsiákvæði í ákæru.

Þá segir í dómnum að strákarnir voru nýlega orðnir fimmtán ára gamlir þegar brotin voru framin. „Má álíta vegna æsku þeirra að full refsing sé ónauðsynleg eða skaðleg,“ skrifar dómarinn í niðurstöðu kafla dómsins. Ennfremur var óhóflegur dráttur á meðferð málsins óviðkomandi ákærðu og skýlaus játning drengjanna tekið með í reikninginn við ákvörðun refsingar.

Til refsiþyngingar var litið til þess að brotin voru framin í sameiningu og voru nokkuð gróf. Þá hafði annar drengjanna áður hlotið dóm fyrir alvarlega líkamsárás, þrátt fyrir ungan aldur. Var refsingu í því máli frestað skilorðsbundið til tveggja ára en þar sem árásin í Spönginni átti sér stað áður en sá dómur féll var ekki um brot á skilorði að ræða. Þess heldur var manninum gerð refsing fyrir bæði málin samtími í nýjum dómi. Hlaut sá drengur því 45 daga fangelsisdóm, skilorðsbundið til tveggja ára.

Refsingu hins drengsins var frestað í tvö ár, haldi drengurinn almennt skilorð.

Drengirnir, hvor í sínu lagi, þurfa þá jafnframt að greiða lögmönnum sínum 250 þúsund krónur í þóknun. Annar sakarkostnaður, 47 þúsund krónur, fellur á þá saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“
Fréttir
Í gær

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun
Fréttir
Í gær

Fær loksins leikskólapláss þegar sonurinn er að verða þriggja ára

Fær loksins leikskólapláss þegar sonurinn er að verða þriggja ára