fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Víðir segir að þetta fólk sé ástæðan fyrir því að hann fór í almannavarnir – „Flóttamaður í eigin landi“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 23. janúar 2021 14:50

Víðir Reynisson. Mynd: Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef oft hugsað hvaðan þessi mikli áhugi á almannavörnum komi og hvenær þetta hafi byrjað. Ég hef eiginlega alla mína fullorðinsár unnið eða verið sjálfboðliði í verkefnum tengdum því að hjálpa öðrum og leggja mitt af mörkum við að búa til öruggara samfélag.“

Svona hefst Facebook-færsla sem Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, en þar fer Víðir yfir ástæðu þess að hann valdi þá leið sem hann gerði.

Víðir talar um Heimaeyjagosið en Eldfell gaus einmitt fyrir 48 árum í dag. „Fyrr 48 árum fór ég, fimm ára gamall, í siglinu með mömmu og systkinum mínu frá Vestmannaeyjum til Þorlákshafnar líkt og mörg þúsund aðrir Vestmanneyingar. Pabbi varð eftir til að sinna björgunarstörfum,“ segir Víðir.

„Reynslan af því að vera flóttamaður í eigin landi er eitthvað sem markar mann og fylgir okkur. Ég var heppinn að afi Guðsteinn og amma Magga tóku á móti okkur og umvöfðu okkur fyrstu dagana. Við flæktumst mikið þann tíma áður en við fluttum aftur til Eyja, bjuggum á allavega fjórum eða fimm stöðum. Ég var 16 ára þegar ég var ákveðinn að ganga í björgunarsveit og þar byrjaði síðan almannavarna ferðlagið sem stendur enn.“

Víðir þakkar þá þeim sem lögðu hönd á plóg á sínum tíma. „Það er gott að minnast og þakka fyrir þá sem lögðu allt á sig til að við sem þurftum kæmumst í skjól frá eldgosinu nóttina örlagaríku fyrir 48 árum,“ segir hann.

„Takk þið sem vöktuð okkur og sendu okkur niður á höfn, takk þið sem komuð okkur um borð, takk þið sem sigldu bátunum í örugga höfn, takk þið sem björguðu eigum okkar og reyndu að bjarga svo mörgu, takk þið sem sneru fljótt til baka og takk öll sem byggðu samfélagið okkar í Eyjum upp aftur. Takk! Þetta fólk er allt held ég ástæðan að ég valdi þá leið sem ég gerði. Við vorum og erum öll almannavarnir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Góðar líkur á stórum skjálfta í Brennisteinsfjöllum í nánustu framtíð

Góðar líkur á stórum skjálfta í Brennisteinsfjöllum í nánustu framtíð
Fréttir
Í gær

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í miðjan október – Gífurlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í miðjan október – Gífurlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“
Fréttir
Í gær

Látinn sjúklingur lá á sjúkrastofu á Landspítalanum í nokkra klukkutíma

Látinn sjúklingur lá á sjúkrastofu á Landspítalanum í nokkra klukkutíma
Fréttir
Í gær

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“