fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Ritstjóri Mannlífs hneykslaður á Fiskikónginum – „Hápunkturinn var þegar Kristján sýndi á sér beran afturendann“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 4. janúar 2021 20:45

Samsett mynd DV: Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Kristján Hafberg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ritstjóri Mannlífs, Reynir Traustason, gefur lítið fyrir líflegar sjónvarpsauglýsingar frá Kristjáni Berg Ásgeirssyni, sem auglýsir til skiptis fiskverslun sína og sölu á heitum pottum, ef marka má nýjan pistil ritstjórans á vef Mannlífs.

Reynir skrifar:

„Auglýsingarnar verða seint taldar gæðaefni og einhverjir glíma við aulahroll þegar Fiskikóngurinn birtist og segir bæng. Hann toppaði sjálfan sig á gamlárskvöld þegar hann keypti auglýsingapláss á dýrasta stað í dagskrá Sjónvarpsins á undan Skaupinu. Auglýsingin var að hluta til eins og venjulega en hápunkturinn var þegar Kristján sýndi á sér beran afturendann í þeirri frómu ósk að fólk keypti af honum fisk eða pott.“

Reynir hnýtir líka í Ríkisútvarpið fyrir að hafa birt ofangreinda auglýsingu:

„Svo velta einhverjir fyrir sér gæðakröfu og sómatilfinningu stjórnenda Ríkisútvarpsins þegar auglýsingar eru annarsvegar…“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ferguson fer til Roma
Fréttir
Í gær

Birti játningu á Facebook um að hafa falsað íþróttamuni upp á tugi milljarða – Fannst síðan örendur stuttu síðar

Birti játningu á Facebook um að hafa falsað íþróttamuni upp á tugi milljarða – Fannst síðan örendur stuttu síðar
Fréttir
Í gær

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar