fbpx
Föstudagur 23.janúar 2026
Fréttir

Umfangsmikil aðgerð Sérsveitarinnar á Völlunum í Hafnarfirði – Maður handtekinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 11. september 2020 18:21

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluaðgerð með aðkomu Sérsveitar lögreglunnar var í gangi í Völlunum á Hafnarfirði  undir kvöld.  Að sögn Skúla Jónssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns, sem DV ræddi stuttlega við, er tilkynningar að vænta frá lögrelgu um málið innan skamms.

RÚV greindi fyrst frá

Uppfært kl. 18:35: Einn maður var handtekinn í aðgerðunum, samkvæmt RÚV. Fjölmiðlar bíða enn tilkynningar lögreglu vegna málsins. Aðgerð er lokið.

Uppfært kl. 18:45:

Eftirfarandi kemur fram í tilkynningu frá lögreglu um málið: Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í Skarðshlíðarhverfi í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í kvöld eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Sérsveitar ríkislögreglustjóra, en upphaf málsins var tilkynning sem barst rétt fyrir klukkan fimm um mann sem ógnaði pari með eggvopni við Skarðshlíðarskóla. Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna málsins og var nærliggjandi götum lokað á meðan leitin að manninum stóð yfir, en hann fannst í nærliggjandi húsi. Engan sakaði, en fólkinu sem var ógnað við Skarðshlíðarskóla var mjög brugðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir aldrei fleiri bílastæði í borginni – „Þessi umræða er mesta væl sögunnar….“

Segir aldrei fleiri bílastæði í borginni – „Þessi umræða er mesta væl sögunnar….“
Fréttir
Í gær

Fær bætur eftir örlagaríka ferð úr hádegisverði

Fær bætur eftir örlagaríka ferð úr hádegisverði
Fréttir
Í gær

Hættuleg líkamsárás í Grindavík

Hættuleg líkamsárás í Grindavík
Fréttir
Í gær

Íslendingar segja að ræða Carneys í gær verði skráð í sögubækurnar – „Við erum að taka skiltið úr glugganum“

Íslendingar segja að ræða Carneys í gær verði skráð í sögubækurnar – „Við erum að taka skiltið úr glugganum“