fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Mál lektorsins komið til ákærusviðs

Auður Ösp
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 12:27

Kristján Gunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar lögmanns og fyrrverandi lektors við HÍ er komið inn á borð ákærusviðs lögreglunnar. RÚV greinir frá.
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við RÚV að rannsókn málsins sé lokið. Ákærusvið lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun fara yfir málið með til­liti til þess hvort það sé full­rann­sakað svo hægt sé að taka ákvörðun um sak­sókn í mál­inu.

Ekki settur í farbann

DV greindi fyrst fjölmiðla frá langvarandi ófremdarástandi á heimili Kristjáns Gunnars við Aragötu, á háskólasvæðinu í Reykjavík. Þar kom fram að unglingapartý þar sem neytt var fíkniefna væru tíð á heimili lekstorsins og heimildir voru fyrir því að hann hefði boðið stúlkun fíkniefni gegn kynlífi. Þá kom fram að stúlka hefði verið flutt af heimili hans eftir ofneyslu efna og að sjálfur hefði hann verð frelsissviptur á heimili sínu.
Kristján Gunnar var síðan handtekinn þann 25.desember síðastliðinn og sat í gæsluvarðhaldi til 29. desember, grunaður um kynferðisbrot og frelsissviptingu. Í kjölfarið komu fram ásakanir um meint kynferðisbrot lektorsins. Ekki var hins vegar krafist áframhaldandi gæsluvarðsúrskurðar yfir honum.
Í febrúar síðastliðnum greindi DV frá því að   Kristján Gunnar hefði farið af landi brott þann 9.janúar, og flogið frá Keflavíkurflugvelli til New York. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV fór Kristján til Bandaríkjanna til að leita sér lækinga við fíkn sinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ
Fréttir
Í gær

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“