fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Miklar umferðartafir á Kjalarnesi

Heimir Hannesson
Mánudaginn 6. júlí 2020 17:11

Miklar umferðartafir eru á Kjalarnesi og má búast við samskonar töfum á morgun. mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegagerðin varar við miklum umferðartöfum á Vesturlandsvegi um Kjalarnes í dag. Vegagerðin hafði áður sagt að tafir yrðu á umferð og virðist sú hvimleita spá hafa ræst í dag. Mikil og þung umferð var í bæinn í gær eftir fyrstu helgina í júlí, sem er ein mesta ferðahelgi ársins.

Umferð á þjóðvegi 1 á Kjalarnesi er nú handstýrt og geta liðið 20 mínútur á milli þess að skipt er um stefnu. Hægt er að komast hjá þessum töfum með því að aka Mosfellsheiði, Kjósaskarð og Hvalfjarðarveginn. Sú leið er um 40 km lengri en Kjalarnesleiðin og talsvert seinfarnari.

Að sögn Vegagerðarinnar er gert ráð fyrir að vinna standi til 23:00 í kvöld og hefjist aftur á morgun, þriðjudag kl. 8:30 og standi til 23:00.

Tilkynning Vegagerðarinnar í heild sinni:

Miklar umferðartafir eru á Kjalarnesi vegna malbikunarframkvæmda og umferð er handstýrt og geta liðið ca 20 mín á milli þess að skipt er um stefnu. Vegfarendum er bent á hjáleið um Mosfellsheiði, Kjósaskarð og Hvalfjörð.  ATH.  Hin akreinin verður malbikuð á morgun  þriðjudaginn 7. Júlí og má þá einnig reikna með töfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Í gær

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Í gær

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“
Fréttir
Í gær

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins