fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Miklar umferðartafir á Kjalarnesi

Heimir Hannesson
Mánudaginn 6. júlí 2020 17:11

Miklar umferðartafir eru á Kjalarnesi og má búast við samskonar töfum á morgun. mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegagerðin varar við miklum umferðartöfum á Vesturlandsvegi um Kjalarnes í dag. Vegagerðin hafði áður sagt að tafir yrðu á umferð og virðist sú hvimleita spá hafa ræst í dag. Mikil og þung umferð var í bæinn í gær eftir fyrstu helgina í júlí, sem er ein mesta ferðahelgi ársins.

Umferð á þjóðvegi 1 á Kjalarnesi er nú handstýrt og geta liðið 20 mínútur á milli þess að skipt er um stefnu. Hægt er að komast hjá þessum töfum með því að aka Mosfellsheiði, Kjósaskarð og Hvalfjarðarveginn. Sú leið er um 40 km lengri en Kjalarnesleiðin og talsvert seinfarnari.

Að sögn Vegagerðarinnar er gert ráð fyrir að vinna standi til 23:00 í kvöld og hefjist aftur á morgun, þriðjudag kl. 8:30 og standi til 23:00.

Tilkynning Vegagerðarinnar í heild sinni:

Miklar umferðartafir eru á Kjalarnesi vegna malbikunarframkvæmda og umferð er handstýrt og geta liðið ca 20 mín á milli þess að skipt er um stefnu. Vegfarendum er bent á hjáleið um Mosfellsheiði, Kjósaskarð og Hvalfjörð.  ATH.  Hin akreinin verður malbikuð á morgun  þriðjudaginn 7. Júlí og má þá einnig reikna með töfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum
Fréttir
Í gær

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni
Fréttir
Í gær

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi
Fréttir
Í gær

Verður Grænland yfirtekið með valdi? – Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini

Verður Grænland yfirtekið með valdi? – Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini
Fréttir
Í gær

Guffi bílasali í athyglisverðu viðtali – Hjólar í andstæðinga einkabílsins

Guffi bílasali í athyglisverðu viðtali – Hjólar í andstæðinga einkabílsins