fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Lögreglumaður handleggsbrotinn eftir árás

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 5. júlí 2020 08:54

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðin sinnti um 100 verkefnum frá kl. 17 í gær til 5 í morgun og var þó nokkur erill hjá lögreglu. Gistu margir fangageymlu.

Um kl. 18 í gær var tilkynnt um ölvaða konu á rafskutlu í Reykjavík. Í tilkynningunni kom fram að konan skapaði sjálfri sér og öðrum í hættu, að því er segir í dagbók lögreglu en ekkert nánar greinir frá málinu.

Klukkan 23 í gærkvöld var tilkynnt um konu að ganga í veg fyrir bíla á Sæbraut í hverfi 101. Konan var ölvuð og kvaðst hún ætla að ganga sína leið á gangstéttinni. Konan þakkaði lögreglunni fyrir aðstoðina.

Laust fyrir miðnætti var maður vopnaður kylfu handtekinn í miðborginni, sá reyndi að komast undan lögreglu og hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu. Maðurinn var vistaður í fangageymslu sökum málsins.

Um sama leyti var ráðist á lögreglumann við skyldustörf í miðborginni. Lögreglumaðurinn er talinn handleggsbrotinn eftir árásina. Málið er í rannsókn.

Fjölmargar tilkynningar voru um samkvæmishávaða, slagsmál og skemmdarverk. Þá voru fjölmargir grunaðir um fíkniefnaneyslu.

Síðdegis í gær var tilkynnt um mann liggjandi á grasbala í Kópavogi. Er lögregla hafði afskipti af manninum kvaðst hann vera í sólbaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma
Fréttir
Í gær

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni
Fréttir
Í gær

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands
Fréttir
Í gær

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins