fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Ungt par fast í ólöglegu húsnæði í eigu sömu aðila og Bræðraborgarstígur 1

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 14. júlí 2020 18:49

Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungt par sem leigir herbergi í ólöglegu atvinnuhúsnæði að Dalvegi 26 í Kópavogi hefur árangurslaust reynt að ná sambandi við eigandann til að rifta leigusamningnum. Parið greiðir 130 þúsund krónur fyrir herbergið sem er um 10-15 fermetrar. Unga parið vill komast í annað húsnæði.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Eigandinn er HD Verk ehf. en það er í eigu félagsins H20 ehf. Eigandi þess félags er Kristinn Jón Gíslason. Sömu eigendur eru að Bræðraborgarstíg 1 þar sem þrír létu lífið í húsbruna í síðasta mánuði.

Sjá einnig: Fólk í alelda húsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs

Sami eigandi er einnig að Bræðraborgarstíg 3 en samtals á félagið fimm fasteignir í Reykjavík og Kópavogi. Um er að ræða atvinnuhúsnæði sem er ólöglegt sem íbúðarhúsnæði. Alls 134 eru skráðir með lögheimili í þessum húsum.

Rætt var við fulltrúa frá Eflingu í frétt Stöðvar 2 og lýsti hann yfir áhyggjum af því engir opnanlegir gluggar væru í húsinu.

Þá kom fram að í leigusamningnum er hvorki netfang né símanúmer.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ingunn Margrét tekur við sem framkvæmdastjóri Sólar ehf.

Ingunn Margrét tekur við sem framkvæmdastjóri Sólar ehf.
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gagnrýna lögregluna fyrir að færa lögreglumenn grunaða um brot í starfi á milli embætta – „Í raun dregið undan trausti til lögreglunnar“

Gagnrýna lögregluna fyrir að færa lögreglumenn grunaða um brot í starfi á milli embætta – „Í raun dregið undan trausti til lögreglunnar“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kári gerir upp covid tímann – „Ég er býsna ánægður með heildarútkomuna“

Kári gerir upp covid tímann – „Ég er býsna ánægður með heildarútkomuna“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Siggi Stormur varpar ljósi á veðurspána á morgun – Fer allt á kaf á höfuðborgarsvæðinu?

Siggi Stormur varpar ljósi á veðurspána á morgun – Fer allt á kaf á höfuðborgarsvæðinu?