fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Gul viðvörun á hálendinu og úrhelli framundan

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 14. júlí 2020 15:30

Blautt framundan. mynd/skjáskot vedur.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurstofan varar við óveðri á miðhálendinu seinni part miðvikudags og fram á fimmtudagasmorgun. Er gul viðvörun í gildi frá klukkan 19:00 miðvikudagsins 15. júlí og til 03:00 aðfaranótt fimmtudags. „Vindstyrkur getur náð allt að 25 m/s í hviðum, en slíkt er varasamt fyrir göngufólk og þá sem hafast við í tjöldum,“ segir Veðurstofan í viðvörun sinni.

Veðurstofan spáir ennfremur úrhellis rigningu svo til um allt land. Má því búast við blautu malbiki í borginni í kvöld og svo aftur frá miðvikudagseftirmiðdegi og fram á fimmtudag.

Hiti um 5-10 gráður um allt land.

Það er því kominn tími til að dusta rykið af grillábreiðunni, loka fyrir gaskútinn og kippa pullunum inn. Af spánni að dæma virðist borgin þó sleppa við rokið á hálendinu, en íslenska lognið gæti hreyfst eitthvað hraðar austan og suðaustan til.

Spáir veðurstofan suðaustan blautvirði og allt að 18 m/s vindi við Öræfajökul á fimmtudagskvöld. Ef einhver trampólín eru eftir á svæðinu eftir óveður síðasta veturs væri ráð að binda þau niður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Í gær

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli