fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Trump að tapa í Texas

Heimir Hannesson
Mánudaginn 13. júlí 2020 11:13

Trump með fána Texas. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsverð kátína hlýtur nú að ríkja í herbúðum Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins í komandi forsetakosningum vestanhafs. Ekki bara mælist Biden með talsvert meira fylgi en keppinautur hans, Donald Trump Bandaríkjaforseti, á landsvísu heldur er hann komin með forskot í ríkjum sem hingað til hafa þótt öruggur heimavöllur Repúblikana. Texas bættist við á þann lista nú um helgina þegar pólitíska fréttasíðan The Hill sagði frá 5% forskoti Biden í ríkinu.

Repúblikanar fjarlægjast Trump og pakka í vörn

Talsvert mikið þarf að eiga sér stað til þess að Trump vinni kosningarnar í nóvember úr því sem komið er, og ef tölurnar fara ekki að sveiflast í átt til hans á næstu vikum er sigur hans svo gott sem útilokaður. Enn eru 17 vikur til kosninga og vika vissulega langur tími í pólitík, en slíkt er forskotið sem Biden nýtur að Repúblikanar eru farnir að breyta brögðum og miðast kosningabarátta flokksins nú fyrst og fremst að því að stöðva blæðinguna yfir til Demókrata.

Kosið er þriðjudaginn 3. nóvember að þessu sinni um forseta, alla 435 þingmenn neðri deildarinnar og 35 sæti efri deilarinnar sem hefur í heildina 100 þingmenn. Auk þess er kosið um fjöldan allan af öðrum embættum á vettvangi hvers ríkis, sýslu, borgar og bæjar fyrir sig. Eru dæmi um að kjörseðlar hafi mælast heill metri að lengd. Að missa Hvíta húsið væri vissulega skellur fyrir Repúblikana, en að missa yfirráð yfir efri deildinni í ofanálag væri enn verra. Hefðu þá Demókratar tvö heil ár af algjörum yfirráðum í báðum deildum þingsins og Hvíta húsinu. Þannig væri löggjafar- og framkvæmdavaldið í öruggum höndum þeirra bláu og áhrif Repúblikana svo gott sem engin.

Kjördæmaskipting og yfirráð næsta áratuginn gætu verið undir

Þingsköp efri deildar eru að vísu þannig að þau veita minnihlutanum umtalsvert svigrúm til málþófs, og hefur það verið nýtt óspart í gegnum árin. Það gerir það að verkum að oftast er samið um meðferð mála í efri deildinni. 60 atkvæði þarf til að koma í veg fyrir málþóf, en litlar líkur eru á að Demókratar nái svo miklum meirihluta. Hinsvegar gæti það orðið að veruleika 2022 þegar kosið verður um önnur 33 sæti í deildinni. Fari svo að Demókratar taki Hvíta húsið og efri deildina úr höndum Repúblikana og haldi meirihluta sínum í neðri deildinni núna í nóvember munu þau jafnframt hafa algjör yfirráð yfir kjördæmaskiptingunni (e. redistricting) sem samkvæmt lögum skal fara fram eftir hvert mantal, en næsta mantal er á þessu ári, 2020. Einmenningskjördæmin í bandaríkjunum gera skiptingu kjördæma gríðarlega mikilvæga, en með því að raða kjördæmaskiptingu innan ríkis með ákveðnum hætti er svo gott sem hægt að stjórna möguleikum flokkanna á að halda þeim kjördæmum næstu tíu árin.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fær ekki afhenta samninga um innkaup á Covid-bóluefnum

Fær ekki afhenta samninga um innkaup á Covid-bóluefnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“