fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfall

Heimir Hannesson
Föstudaginn 5. júní 2020 13:48

Hjúkrunarfræðingar standa í kjarabaráttu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjúkrunarfræðingar samþykktu verkfall með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu sem fram fór undanfarna þrjá daga. 85,5% þeirra sem greiddu atkvæða kusu með verkfallinu. Takist ekki að semja fyrr, hefst verkfallið þann 22. júní kl 08:00 og verður ótímabundið. Þetta kemur fram í tilkynningu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

„Á grundvelli þessarar niðurstöðu tilkynnir stjórn Fíh hér með um að samþykkt hefur verið að boða til ótímabundins verkfalls félagsmanna Fíh sem starfa á kjarasamningi Fíh og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Það mun hefjast kl. 08:00 mánudaginn 22. júní 2020 og vara fram til þess tíma er samkomulag um kjarasamning hefur náðst milli aðila.“

Hjúkrunarfræðingar felldu kjarasamning í atkvæðagreiðslu í lok apríl og segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh að mikið beri á milli aðila þegar kemur að launalið í samningaviðræðunum. Krafa hjúkrunarfræðinga sé skýr að mati Guðbjargar. Hækka þurfi grunnlaun stéttarinnar.
Samningaviðræðurnar eru sem kunnugt er komnar á borð ríkissáttasemjara og verður því næsti fundur boðaður af honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Í gær

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Í gær

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vísir bregst við athugasemdum – Skiptir mynd af Snorra og syni hans út

Vísir bregst við athugasemdum – Skiptir mynd af Snorra og syni hans út