fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Fréttir

Ekki endurvinna notaðan snýtupappír

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 20. maí 2020 12:25

Mynd Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavík beinir þeim tilmælum til Borgarbúa að henda ekki sóttvarnargrímum og eldhúspappír í bláu tunnurnar. Þessi úrgangur eigi heima í gráu tunnunum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar.

„Snýtubréf og maskar eiga heima í lokuðum pokum með blönduðu heimilissorpi en ekki með pappírsúrgangi. Latexhanska og eldhúsbréf sem hafa verið notuð við þrif eða sótthreinsun skal sömuleiðis setja með blönduðum úrgangi í gráu tunnurnar“ 

Allt efni sem hugsanlega er sóttmengað verður að setja í gráa tunnu og mikilvægt er að halda áfram góðri flokkun alls úrgangs og að nýta pláss í ílátum við heimili en mikil aukning hefur verið á magni heimilissorps að undanförnu.

„Íbúar eru beðnir um að fylgja þessum tilmælum til að koma í veg fyrir að starfsfólk við sorphirðu smitist og til að draga úr líkum á að sorphirða í borginni raskist.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður Snær bendir á svimandi eyðslu stjórnarandstöðunnar – „Eyddu hálfum milljarði í að tapa“

Þórður Snær bendir á svimandi eyðslu stjórnarandstöðunnar – „Eyddu hálfum milljarði í að tapa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristín ómyrk í máli: „Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig“

Kristín ómyrk í máli: „Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nauðgunardómur yfir Vilhelm stendur – Brottvikning rannsóknarlögreglumanns breytti engu

Nauðgunardómur yfir Vilhelm stendur – Brottvikning rannsóknarlögreglumanns breytti engu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“