fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Helgi í Góu með skýr skilaboð til Gunnars Rúnars: „Reyndu bara að koma þér eitthvað í burtu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 18. maí 2020 21:05

Gunnar Rúnar er hann var dæmdur árið 2011. Mynd: Fréttablaðið/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Reyndu bara að koma þér eitthvað í burtu. Ekki vera að djöflast í þessu bæjarfélagi þar sem allir þekkja þig,“ segir Helgi Vilhjálmsson – Helgi í Góu – um Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem myrti son hans, Hannes Þór Helgason, með einstaklega kaldrifjuðum og hrottafullum hætti árið 2010.

Gunnar er núna á reynslulausn en hann komst í fréttir fyrir skömmu eftir að honum var sagt upp störfum hjá Hafnarfjarðarbæ eftir aðeins þrjá daga í starfi, vegna þess að samstarfsmönnum hans fannst óþægilegt að vera nálægt honum vegna fortíðar hans.

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, sem eru hagsmunasamtök fanga, gerði alvarlegar athugasemdir við þessa framgöngu Hafnarfjarðarbæjar. Guðmundur Ingi benti á að hér væri fangi að reyna að aðlagast samfélaginu en honum væri ekki gefið tækifæri til þess.

Helgi bendir hins vegar á að sonur hans hafi ekki fengið annað tækifæri er Gunnar myrti hann.

Helgi var í viðtali á Stöð 2 í kvöld. Þar kemur fram að Helgi telur afar óheppilegt að Gunnar starfi og búi í Hafnarfirði, í nálægð við fólk sem á um sárt að binda vegna glæps hans. Telur hann að ráðning Gunnars í starf hjá Hafnarfjarðarbæ hafi verið mistök.

Helgi í Góu. Mynd af syni hans, Hannesi, í ramma í baksýn.

Gunnar undirbjó morðið á Hannesi í marga mánuði áður en hann lagði til atlögu að Hannesi þar sem hann lá sofandi á heimili sínu og átti sér einskis ills von. Hannes reyndi þó að verja sig en Gunnar stakk hann samtals 19 sinnum og barði hann með þungum hlut.

Gunnar naut trúnaðar Hannesar vegna vináttu við unnustu hans. Gunnar var hins vegar ástfanginn af unnustunni og það var rótin að glæpnum.

Fram kemur í umfjölluninni á Stöð 2 að það hafi vakið undrun margra þegar tók að sjást til Gunnars á almannafæri árið 2017, aðeins 6 árum eftir að hann hafið verið dæmdur í 16 ára fangelsi árið 2011. Var hann kominn með dagsleyfi en hann afplánaði í opnu fangelsi.

Sumarið 2019 kvað mjög rammt að sögusögnum um að sæist víða til Gunnars á ferli, meðal annars í Hafnarfirði. DV hóf þá eftirgrennslan um ferðir hans og birti um þær umdeilda grein, en þar kom meðal annars fram að hann byggi á áfangaheimili Verndar og ynni sem sjálfboðaliði í fatasöfnun Rauða krossins.

DV tók einnig viðtal við Helga í Góu sumarið 2019 þar sem hann sagði meðal annars:

„Hann drap ekki bara mann, þessi maður sem hann myrti átti ungt barn. Og þetta fór með móður hans, konuna mína, í gröfina. Það sama hefur gerst í öðru morðmáli hér á landi, morðið á syni varð til þess að móðirin missti heilsu og líf. Svona skilur eftir sig sár í allri fjölskyldunni til langframa. Þetta er svo mikill hryllingur að maður getur varla talað um það. Samt er ég hrifinn af því að þið fjölmiðlar sýnið þessu áhuga því fólk áttar sig ekki á því hvað er í gangi. Fréttaflutningur af svona málum er nauðsynlegur.“

Helgi sagði á Stöð 2 í kvöld að hann vonaði að hann ætti ekki eftir að bera kennsl á Gunnar á förnum vegi, því hann vissi ekki hvað hann myndi gera þá. Það sama sagði hann í DV viðtalinu sumarið 2019 og jafnframt þetta:

„Maður hugsar um þetta á hverjum degi. Þess vegna tek ég svona til orða. Þeir sem fremja svona hryllilega glæpi ættu að fá það sama til baka. Minni skoðun í þessu verður ekki haggað. Refsingin þarf að vera þannig að ef þú gerir svona og ert búinn að ákveða það fyrirfram, þá þarftu að vita hvað bíður þín. Og það á ekkert að vera að púkka upp á menn eins og þennan.“

Sjá einnig: Helgi í Góu um morðingja sonar sína: „Ég vona að ég þekki manninn ekki ef ég sé hann“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fá ekki endurgreitt þrátt fyrir dónaskap fararstjóra

Fá ekki endurgreitt þrátt fyrir dónaskap fararstjóra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði