fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Gripinn glóðvolgur eftir innbrot á Granda

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 5. apríl 2020 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um yfirstandandi innbrot í fyrirtæki á Grandanum í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði fannst maður, sem grunaður er um verknaðinn, þar sem hann hafði falið sig skammt frá vettvangi í vörurými sendibifreiðar. Hann var vistaðir í fangageymslu sökum rannsóknarhagsmuna.  Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar kemur einnig fram að lögreglu hafi tekist að endurheimta þýfið úr innbrotinu.

Verkefni lögreglunnar í nótt og í gærkvöldi voru að vanda fjölbreytt. Nokkrir voru teknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Það helsta af nóttinni

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni laust eftir miðnætti í nótt á Kringlumýrarbraut og hafnaði bifreiðin á vegriði. Farþegi í bifreiðinni slasaðist á höfði og var fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar á Bráðadeild. Bifreiðin var dregin af vettvangi.

Maður var handtekinn í nótt grunaður um ölvunarakstur. Bifreið hans hafði verið tilkynnt vegna umferðaróhapps á Vesturlandsvegi og datt þar höggvari bifreiðarinnar af. Ekki urðu meiðsl á fólki og var maðurinn vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.

Tilkynnt af um líkamsárás í Hafnarfirði. Ekki er vitað um meiðsl á árásarþola en meintur gerandi var farinn af vettvangi þegar lögregluna bar að gerði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Í gær

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”