fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Isavia bregst við gagnrýni á uppsagnir – Úrræði ríkisstjórnarinnar duga ekki

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 10:26

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Isavia hefur sent frá sér yfirýsingu þar sem brugðist er við gagnrýni á uppsagnir sem fyrirtækið greip til núna um mánaðamótin en yfir 100 manns var sagt upp.

Sjá einnig: Yfir 100 sagt upp hjá Isavia

Sameyki – Stéttarfélag í almannaþjónustu sendi frá sér harðorða ályktun vegna uppsagnanna þar sem segir meðal annars:

„Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu harmar það að Isavia skuli nú grípi til þess ráðs að segja upp fjölda starfsmanna í stað þess að nýta þau úrræði sem ríkisstjórnin hefur boðið fyrirtækjum upp á vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi í samfélaginu.

Það vekur furðu að rök Isavia fyrir því að nýta ekki úrræði ríkisins eru þau að með því séu þeir að sýna samfélagslega ábyrgð. Enda telji þeir úrræðin ekki eiga við fyrirtæki sem búa við góða fjárhagslega stöðu.

Stjórn Sameykis bendir á að ábyrgð fyrirtækisins er fyrst og fremst gagnvart starfsfólki þess og samfélaginu sem það býr í. Isavia hefur sagt upp yfir hundrað manns, en með að nýta úrræði ríkisins hefðu þær uppsagnir geta orðið töluvert færri. Starfsmenn Isavia skipa mikilvægan sess í grunnstoðum samfélagsins og því er mikilvægt að standa vörð um störf þeirra. Með uppsögnunum tapast mikil þekking og reynsla. Þetta fólk stendur nú frammi fyrir atvinnuleysi, engu ráðningarsambandi og óvissu ofan á allt annað sem gengur á í samfélaginu. ¬Þessar aðgerðir setja fjöldann allan af fólki í mjög erfiða stöðu á þessum óvissutímum.“

Segja uppsagnirnar vera vegna langtímaáhrifa

Í tilkynningu Isavia segir að uppsagnirnar séu vegna áhrifa á starfsemi Keflavíkurflugvallar sem muni vara til lengri tíma. Úrræði sem ríkisstjórnin býður upp á um skert starfshlutföll séu hugsuð til skemmri tíma „og því hefði verið óábyrgt að fara gegn markmiðum úrræðisins eins og formaður Sameykis hvetur til.“

Þá segir enn fremur:

„Einnig lítur út fyrir að formaðurinn sé að kalla eftir því að félagsmenn stéttarfélagsins hefðu verið settir í lækkað starfshlutfall, og fengið þar með lægri laun næstu mánuði, sem er einmitt það sem Isavia var að reyna að koma í veg fyrir. Isavia vill þvert á móti freista þess að halda þeim starfsmönnum sem verða fyrir skammtímaáhrifum vegna Covid-19, í fullum störfum og greiða þeim full laun meðan verið er að komast í gegnum þennan erfiða tíma og sýna þannig samfélagslega ábyrgð með því að færa ekki þær byrðar yfir á ríkið næstu mánuði.

Isavia lýsir því furðu sinni yfir þessari tilkynningu stjórnar Sameykis og yfirlýsingum formannsins því það lítur út fyrir að verið sé að ganga erinda fárra á kostnað meirihluta félagsmanna stéttarfélagsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga