fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fréttir

Forstjóri Útlendingastofnunar segir stofnunina breiða út faðminn gagnvart fólki í viðkvæmri stöðu – En bara „ef það telst ástæða til þess“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Gunnarsson, settur forstjóri Útlendingastofnunnar, var gestur í útvarpsþættinum Harmageddon í dag. Þar ræddi hann um undanfarnar ákvarðanir stofnunarinnar, meðal annars mál íranska unglingsdrengsins Manís Shahidi og fjölskyldu hans. Málið hefur vakið upp mikla reiði gagnvart Útlendingastofnun og stjórnvöldum í netheimum.

Þáttarstjórnandi Harmageddon spurði Þorstein meðal annars hvort það væri ekki forsenda til þess að taka Maní inn þar sem hann er trans strákur frá Íran. „Þar sem við viljum breiða út faðminn gagnvart þeim sem eru í viðkvæmri stöðu,“ segir þáttarstjórnandinn.

Þorsteinn segir Útlendingastofnun gera það en bara „ef það telst ástæða til þess“. „En ef það á að vera bara útaf þeirri forsendu að einstaklingurinn sem um ræðir tikkar í einhvern ákveðinn þjóðfélagshóp og við tökum hann þá yfir óháð því hvert hann á að fara. Það er þá bara atriði sem yrði að útfæra í þeim reglum sem við erum að fara eftir. Fyrir okkur liggur það verkefni að við þurfum að fara eins með alla sem fara í gegnum kerfið.“

Í þættinum bendir Þorsteinn á það að Maní verði sendur til Portúgals. Þá segir hann að réttindi hinsegin fólks séu mjög góð þar í landi. Í heimalandi Manís, Íran, er staðan þó önnur en réttindi hinsegin fólks eru mun verri en gengur og gerist hér á landi.

Í lok þáttarins var Þorsteinn spurður hvort það væri hægt að brúa bilið milli vilja almennings og löggjafans í þessum málum. Þorsteinn sagði þingið þurfa að skoða löggjöfina, það væri hlutverk kjörinna fulltrúa að gera það en ekki Útlendingastofnunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm handteknir í tengslum við dauðsfall barnabarns Roberts de Niro

Fimm handteknir í tengslum við dauðsfall barnabarns Roberts de Niro