fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Fréttir

Hringdi 237 sinnum í Neyðarlínuna – Bíll endaði í Elliðaám – Ökumaðurinn grunaður um ölvun

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. desember 2020 07:47

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tólfta tímanum í gærkvöldi var maður handtekinn í Hlíðahverfi. Hann er grunaður um brot á lögum um fjarskipti en hann hafði hringt 237 sinnum í neyðarlínuna á einum sólarhring. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Um klukkan 19 í gærkvöldi endaði bíll út af veginum og ofan í Elliðaám við Rafstöðvarveg. Ekki urðu slys á fólki. Ökumaðurinn var handtekinn en hann er grunaður um ölvun við akstur. Hann var vistaður í fangageymslu. Dráttarbifreið var fengin til að fjarlægja bifreiðina úr ánni.

Þessu til viðbótar voru sjö ökumenn handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna.

Maður var staðinn að því að stela bókum úr verslun við Fiskislóð í gærkvöldi. Hann játaði brotið og skilaði bókunum sem voru óskemmdar. Kona var handtekin í Bústaðahverfi í nótt, grunuð um þjófnað úr verslun. Hún var í annarlegu ástandi og var vistuð í fangageymslu.

Maður var handtekinn á veitingahúsi á Laugavegi í gærkvöldi, grunaður um brot á áfengislögum, líkamsárás, hótanir, að fara ekki að fyrirmælum lögreglunnar og fleira. Hann var vistaður í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Neytendastofa segir Isavia hafa brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti

Neytendastofa segir Isavia hafa brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur
Fréttir
Í gær

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“
Fréttir
Í gær

Enn hlýrra loft í kortunum í dag

Enn hlýrra loft í kortunum í dag