fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Úlfúð í hverfahópum vegna leikskólalokana yfir hátíðirnar – „Leikskólinn ekki skyldugur að sinna uppteknu pakki“

Heimir Hannesson
Föstudaginn 11. desember 2020 09:37

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikils titrings virðist nú gæta meðal foreldra og forráðamanna barna á leikskólum víða um land og hafa deilur sprottið upp um réttmæti leikskólalokana yfir hátíðirnar.

Eins og foreldrar leikskólabarna hafa flestir upplifað er gjarnan sótt að þeim að hafa barnið sitt heima yfir hátíðirnar og er nú sérstaklega horft til daganna 28., 29., og 30. desember. Þrír virkir dagar sem slíta í sundur það sem væri annars tíu daga samfellt frí leikskólastarfsmanna.

Í gær sagði Fréttavefur Suðurlands frá því að leikskólum í Árborg yrði hreinlega lokað á milli jóla og nýárs að tillögu Örnu Írar Gunnarsdóttur, formanns fræðslunefndar sveitarfélagsins. Tillagan var samþykkt samhljóða, að því er fram kemur í fréttinni. Ástæðan sem gefin er upp er sú að verkefni sem upp hafa komið vegna Covid-19 faraldursins hafa „óvíða verið jafn krefjandi og á leikskólum.“

Tölvupóstur sama efnis hefur einnig verið sendur öllum foreldrum leikskólabarna í Reykjanesbæ. DV ræddi við móður í Reykjanesbæ sem segir að þetta setji sig í erfiða stöðu. Hún segist hafa ríkan skilning á því að leikskólakennarar vilji taka frí á þessum tíma, en að hún sé á sama tíma sett í ómögulega aðstöðu. Hún er í vaktavinnu og blessunarlega röðuðust vaktirnar þannig að hún þurfi aðeins að „redda“ pössun fyrir leikskólabörnin sín tvö einn dag. Faðir barnanna býr í Reykjavík og getur stokkið til. Hún segir þetta einskæra heppni hversu vel hún hafi sloppið út úr þessu leikskólafríi.

Þá hefur DV jafnframt borist ábendingar um það að leikskólastjórnendur og skólayfirvöld sveitarfélaga séu að senda býsna ákveðna tölvupósta á foreldra og hafa þeir foreldrar sem DV hefur rætt við talað um að orðalag póstsins sé með þeim hætti að vekja sektarkennd meðal foreldrar sem ætla að senda börnin sín á leikskólana milli jóla og nýárs.

Þannig sagði til dæmis faðir í Kópavogi frá því í samtali við blaðamann í DV að sér hafi þótt pósturinn sem hann fékk frá skólayfirvöldum þar í bæ einkar óforskammaður.

„Skerptu þig kona! Og skammastu þín“

Sem fyrr segir hafa ákvarðanir leikskólastjórnenda víða um land vakið upp hörð viðbrögð á íbúahópum á Facebook.

Þannig skapaðist mikill titringur á hópnum Íbúar á Seltjarnarnesi og ætlaði allt um koll að keyra þegar ein stakk upp á því að leikskólar væru ekki til að þjónusta upptekið pakk. „Leikskólinn er ekki skyldugur að sinna einhverju uppteknu pakki! Ef þeir vilja loka þá mega þeir það alveg!“ Aðrir voru nú ekki tilbúnir til þess að taka svo djúpt í árinni. Ein bendir henni á að þetta „upptekna pakk“ sé í mörgum tilfellum heilbrigðisstarfsfólk sem þarf að standa vaktina þegar fólk veikist eða slasar sig. „Mætti ég þá biðja þig um að sleppa því að gera það þessa 3 daga milli jóla og nýárs?“ Þá gripu hjón sem bæði eru sérfræðilæknar á gjörgæsludeild Landspítala orðið: „Það að þú kallir framvarðarsveit íslensku þjóðarinnar sem vinnur á gjörgæsludeildum Landspítala myrkranna á milli í miðjum heimsfaraldri „upptekið pakk“ er mér með öllu óskiljanlegt. […] Skerptu þig kona! Og skammastu þín!“

Sem fyrr segir hafa samskonar umræður sprottið upp í íbúahópum á samfélagsmiðlum víða um land.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi