fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Barnavernd fjarlægði tvo drengi af ofbeldis- og drykkjuheimili – „Pabbi er að drepa mömmu“

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 17:00

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur snéri í vikunni við úrskurð héraðsdóms og staðfesti ákvörðun barnaverndaryfirvalda um að taka ætti tvo drengi af heimili foreldra þeirra vegna „daglegrar áfengisneyslu“ og ofbeldis.

Málið teygir sig raunar mörg ár aftur í tímann, en í dóminum kemur fram að frá því í júlí árið 2017 hafa 17 tilkynningar borist yfirvöldum vegna áfengisneyslu foreldra, vanrækslu þeirra á drengjunum og heimilisofbeldis. Afskipti yfirvalda hófust af fólkin hófust raunar áður en drengirnir fæddust. Þá kemur fram í greinargerð yfirvalda að mörg úrræði séu nú fullreynd, þar á meðal eftirlit, inngrip og meðferðaráætlanir. Staða drengjanna hafi svo sífellt orðið alvarlegri eftir því sem lengra leið.

Í greinargerð yfirvalda kom jafnframt fram að drengirnir hafi sagt frá því í skólanum að faðir þeirra hafi gripið um háls annars þeirra og sparkað í rass hans. Sagði drengurinn að hann hafi átt það skilið, enda verið „óþekkur.“ Enn fremur segir að faðir drengjanna hafi hótað barnaverndarfulltrúum á símafundi vegna málsins.

Þá segir í úrskurði Landsréttar að leitað hafi verið til barnaverndaryfirvalda þegar eldri drengurinn leitaði til nágranna sinna og tilkynnt þeim að pabbi sinn væri að drepa mömmu sína. Þegar yfirvöld komu á staðinn blasti við þeim „augljóslega drukkin“ móðir, blóðugur koddi eftir áverka hennar og faðir í miklu uppnámi. Mun hann hafa hótað að fyrirfara sér ef drengirnir yrðu teknir af þeim. Drengirnir voru neyðarvistaðir í kjölfarið.

Sem fyrr segir hefur úrskurður félagsmálayfirvalda nú verið staðfestur og verða börnin því vistuð utan heimilis foreldra þeirra í tvo mánuði frá 9. október.

Úrskurð Landsréttar má finna hér í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum