fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Barnavernd fjarlægði tvo drengi af ofbeldis- og drykkjuheimili – „Pabbi er að drepa mömmu“

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 17:00

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur snéri í vikunni við úrskurð héraðsdóms og staðfesti ákvörðun barnaverndaryfirvalda um að taka ætti tvo drengi af heimili foreldra þeirra vegna „daglegrar áfengisneyslu“ og ofbeldis.

Málið teygir sig raunar mörg ár aftur í tímann, en í dóminum kemur fram að frá því í júlí árið 2017 hafa 17 tilkynningar borist yfirvöldum vegna áfengisneyslu foreldra, vanrækslu þeirra á drengjunum og heimilisofbeldis. Afskipti yfirvalda hófust af fólkin hófust raunar áður en drengirnir fæddust. Þá kemur fram í greinargerð yfirvalda að mörg úrræði séu nú fullreynd, þar á meðal eftirlit, inngrip og meðferðaráætlanir. Staða drengjanna hafi svo sífellt orðið alvarlegri eftir því sem lengra leið.

Í greinargerð yfirvalda kom jafnframt fram að drengirnir hafi sagt frá því í skólanum að faðir þeirra hafi gripið um háls annars þeirra og sparkað í rass hans. Sagði drengurinn að hann hafi átt það skilið, enda verið „óþekkur.“ Enn fremur segir að faðir drengjanna hafi hótað barnaverndarfulltrúum á símafundi vegna málsins.

Þá segir í úrskurði Landsréttar að leitað hafi verið til barnaverndaryfirvalda þegar eldri drengurinn leitaði til nágranna sinna og tilkynnt þeim að pabbi sinn væri að drepa mömmu sína. Þegar yfirvöld komu á staðinn blasti við þeim „augljóslega drukkin“ móðir, blóðugur koddi eftir áverka hennar og faðir í miklu uppnámi. Mun hann hafa hótað að fyrirfara sér ef drengirnir yrðu teknir af þeim. Drengirnir voru neyðarvistaðir í kjölfarið.

Sem fyrr segir hefur úrskurður félagsmálayfirvalda nú verið staðfestur og verða börnin því vistuð utan heimilis foreldra þeirra í tvo mánuði frá 9. október.

Úrskurð Landsréttar má finna hér í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð