fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Maður sem flytur inn flugelda sakaður um ítrekað ónæði – „Þú ert ófær um að taka tillit til bæði manna og málleysingja“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 23. nóvember 2020 10:40

Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina var lögregla kölluð til í Kórahverfi vegna kvartana um hávaða vegna flugeldaskota, en þetta kom fram í dagbók lögreglunna í gærmorgun. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem slíkt gerist.

Umræður eru um málið í íbúahópi Kórahverfis á Facebook. Er meintur sökudólgur í málinu þar nafngreindur og hann sagður vera innflutningsaðili flugelda. Maðurinn er þar hvattur til að stíga fram og biðjast afsökunar á athæfi sínu. Maður sem skrifar um málið segir að líklega séu fáir í hverfinu sem ekki hafi orðið varir við flugelda sem skotið hafi verið frá tilteknu húsi í Kórahverfi aðfaranótt sunnudags. Síðan nafngreinir hann manninn og ritar heimilisfang hans. Í skrifum íbúans kemur fram að fjöldi íbúa hafi kvartað undan hávaða af flugeldaskotum frá þessum sama manni og sama heimili:

„Við héldum að þessu væri lokið eftir hörð viðbrögð fyrr á árinu, en greinilegt er að þú ert ófær um að taka tillit til bæði manna og málleysingja. Það var því mikill fjöldi nágranna þinna sem þurfti að sinna börnum sem og gælu- og húsdýrum langt fram eftir nóttu í gær. Í samtali mínu við lögregluna kom að minnsta kosti fram að mikill fjöldi íbúa hringdi í nótt til að leggja fram kvörtun vegna athæfis þíns og röskunar á almannafriði. Það er vel.
Ég hef heyrt það hér að þú sért innflutningsaðili að þessum sprengjum og vakna því upp spurningar um hæfi þitt til meðferðar á jafn hættulegum varningi, hér mitt í þéttri íbúabyggð.
Samkvæmt reglugerð gefur lögreglustjóri út leyfi til innflutnings og sölu á flugeldum og því er ekki úr vegi að ábyrgir íbúar þessa góða hverfis, taki sig saman, lýsi yfir efasemdum um hæfi þitt til innflutnings á skoteldum í flokki 2 og hærra og leggi fram formlega kvörtun vegna hegðunar þinnar. Vegna truflunar á almannafriði og þeirri hættu sem þú leggur nágranna þína endurtekið í, með því að vera, í að því er virðist misjöfnu ástandi að kveikja í þessum sprengjum.“
Íbúinn segist vera í meðallagi umburðarlyndur en þessi nágranni hans þverbrjóti bæði skrifaðar og óskrifaðar reglur með sífelldum flugeldaskotum. Hann hvetur manninn til að sýna iðrun:
„Þá væri rétt að vísa til endurtekinna skota utan leyfilegs tímabils, endurtekinna kvartana til lögreglu og áhyggjum yfir að einstaklingur með slíka og augljósa bresti í áhættuvitund, sé talinn hæfur til að flytja inn og geyma jafn hættulegan varning og þessir skoteldar eru.
Ég er alveg vel í meðallagi umburðalyndur og veit að í eðlilegu samfélagi koma upp atriði sem við þurfum að umbera þó okkur sé það kannski þvert um geð. En um þessi atriði gilda reglur. Flestar skrifaðar og sumar óskrifaðar. Og þegar menn eins og þú ganga reglubundið fram með íkveikju á sprengiefni sem dygðu í meðal hryðjuverk, þá brýtur þú allar þessar reglur, þú brýtur traust þá þrýtur þolinmæðin.
En, þú hefur auðvitað tækifæri hér, til að sýna iðrun og biðjast afsökunar á þessum síendurteknu brestum og vona ég innilega að þú finnir í þér manndóm til að gera það. Þér liði við það betur og þú hefðir held ég bara svolítið gott af því að skoða veröldina frá fleiri, tillitsamari og víðari sjónarhornum.“
Í umræðum  undir færslunni taka margir undir skrifin en aðrir gagnrýna að hinn meinti ónæðisvaldur hafi verið nafngreindur og sagt frá heimili hans. Ekki náðist í manninn við vinnslu þessarar fréttar.
Tekið skal fram að samkvæmt heimildum annars flugeldasala í Kórahverfi er umræddur maður sem kvartað hefur verið yfir ekki með innflutningsleyfi fyrir flugeldum. 
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga
Fréttir
Í gær

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“
Fréttir
Í gær

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“

Íslenskar konur komu hinni pólsku Aleksöndru á óvart – „Ég þekki konu sem á fimm börn með mismunandi mönnum og það angrar ekki neinn“
Fréttir
Í gær

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda

Ný könnun sýnir djúpa gjá á milli vestur- og austurhluta Reykjavíkur – Sjálfstæðisflokkurinn höfðar ekki til ungra kjósenda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi