fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Enn hefur ekkert spurst til Ævars Annels – „Við þurfum að tala við hann“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 21. nóvember 2020 12:37

Ævar Annel Valgarðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Okkur hefur borist einhverjar vísbendingar en enginn þeirra hefur leitt okkar til hans. Lögreglan lýsir enn þá eftir honum og við skorum á hann að gefa sig fram sem allra fyrst. Við þurfum að tala við hann,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn í samtali við Fréttablaðið.

Lögregla lýsti í gær eftir Ævari Annel Valgarðssyni, tvítugum manni. Hann er 174 sm á hæð, grann­vaxinn og með dökkt hár. Þeir sem geta gefið upp­­­lýsingar um ferðir Ævars, eða vita hvar hann er niður­­kominn, eru vin­­sam­­legast beðnir um að hafa tafar­­laust sam­band við lög­­regluna í síma 112.

Talið er að Ævar hafi tengsl við óhugnanleg ofbeldismyndbönd sem birst hafa í vikunni. Þar kemur fyrir 28 ára MMA bardagakappi en bensínsprengju var fleygt inn um glugga að íbúð þess manns að Friggjarbrunni í Úlfarsárdal á þriðjudagskvöld.

Á sunnudag birti bardagakappinn myndband af sér þar sem hann gengur í skrokk á manni. Fleiri slík myndbönd hafa birst í vikunni og ennfremur myndband af manni að kasta bensínsprengju inn um glugga að íbúð mannsins.

Bardagakappinn var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald.

Lögregla hefur ekki vilja staðfesta tengsl Ævars við þessi mál. Hann hefur þó birt færslu þar sem hann hæðist að bardagakappanum og segir að ekki hafi séð á sér eftir árás kappans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Í gær

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt
Fréttir
Í gær

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“