fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Áfram grímuskylda í Bónus og Hagkaup – Ætla ekki að taka mark á vottorðum

Heimir Hannesson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 10:27

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 18. nóvember tekur ný reglugerð heilbrigðisráðherra gildi sem kynnt var fyrir helgi. Kveður hún á um að grímuskylda verði áfram fyrir alla, nema þá sem framvísað geta vottorðum um að hafa fengið Covid-19.

Hagar, sem meðal annars reka Hagkaup, Bónus, Útilíf, Olís og Zara, hafa nú tilkynnt að eftir sem áður verður grímuskylda í verslunum þeirra, hvort sem viðkomandi geti framvísað vottorð um ónæmi eða ekki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Högum. Þar segir: „Til að huga að öryggi starfsfólks og viðskiptavina og minnka álag í verslunum, verða viðskiptavinir í verslunum Haga áfram skyldugir til að bera grímu, hvort sem þeir hafi fengið COVID-19 eður ei.“

Grímuskyldan í verslunum Haga verður til og með 2. desember.

Segir reglugerðina auka álag á framlínustarfsfólk

Í tilkynningunni segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga, að mikið hafi mætt á starfsfólki verslana þeirra síðustu mánuði og að reglugerðin sé til þess fallinn að auka það álag til muna. „Til að minnka það álag og efla samstöðu höfum við ákveðið að halda grímuskyldu í okkar verslunum óbreyttri frá því sem áður var og vonum að viðskiptavinir sýni þessu fyrirkomulagi skilning. Hingað til höfum við unnið vel með stjórnvöldum og fylgt allra þeirra reglum í hvívetna. Með nýrri reglugerð um grímunotkun er þó verið að setja verslunarfólk í erfiða stöðu og til að koma í veg fyrir óþarfa spennu og árekstra í verslunum okkar tókum við þessa ákvörðun með hag starfsfólks og viðskiptavina okkar að leiðarljósi. Við vonum að viðskiptavinir taki vel í framtakið því að okkar mati er samhent átak og öflugar sóttvarnir lykillinn að árangri,“ segir Finnur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“