fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Fréttir

Sauð upp úr í Krónunni – Gaf starfsmanni hnéspark í nárann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 12. nóvember 2020 10:10

Krónan matvöruverslun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á föstudag erlendan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir búðaþjófnaði og fyrir líkamsárás á starfsmann Krónunnar við Bíldshöfða sem reyndi að stöðva för mannsins út úr versluninni. Árásinni er lýst með þessum orðum í ákæru:

„Fyrir líkamsárás með því að hafa,miðvikudaginn 14. ágúst 2019, veist með ofbeldi að B, kt. […], starfsmanni verslunar Krónunnar, með því að taka í báðar hendur hans og gefa honumhnéspark í nárann er B reyndi að stöðva för ákærða út af lager verslunarinnar við Bíldshöfða 20 í Reykjavík, allt með þeim afleiðingum að B hlaut smá þrota og eymsli í vinstri nára.“

Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir fjölmarga þjófnaði úr verslunum í Reykjavík, sumarið 2019. Stal hann meðal annars úr Krónunni á Bíldshöfða fyrir tæplega 100 þúsund krónur. Einnig stal hann úr Hagkaupum og Vínbúð ÁTVR.

Það var virt manninum til refsilækkunar að hann játaði brot sín skýlaust og hann hefur ekki gerst brotlegur við lög áður. Var hann dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann þarf að greiða Krónunni tæplega 100 þúsund krónur í skaðabætur og ÁTVR rúmlega 4 þúsund krónur. Þá þarf hann að greiða allan sakarkostnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tré rifnaði upp í stormi og viku seinna kom óhugnaður í ljós

Tré rifnaði upp í stormi og viku seinna kom óhugnaður í ljós
Fréttir
Í gær

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skora á KKÍ að neita að spila við Ísrael á Eurobasket

Skora á KKÍ að neita að spila við Ísrael á Eurobasket
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þetta er samfélag sem byggir mann upp“

„Þetta er samfélag sem byggir mann upp“