Rétt fyrir klukkan fimm í nótt var tilkynnt um meintan þjóf á ferð í Gerðunum. Maðurinn reyndi að komast undan á vespu en fótfráir lögreglumenn gerðu sér lítið fyrir og hlupu hann uppi og handtóku. Maðurinn var með muni á sér sem eru taldir vera þýfi. Hann er einnig grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna, áfengis og lyfja. Hann dvelur nú í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.
Tveir karlmenn voru handteknir klukkan hálf fjögur í nótt. Annar þeirra er talinn hafa verið undir áhrifum fíkniefna við akstur en hinn var með meint fíkniefni á sér. Þeir dvelja nú í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.