fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

SÁÁ slítur sig frá spilakössunum

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 1. nóvember 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn SÁÁ ákvað á stjórnarfundi sínum á fimmtudag í síðustu viku að slíta á tengsl sín við Íslandsspil, og þar af leiðandi hætta aðkomu sinni að rekstri spilakassa. Samkvæmt heimildum DV var og er einhugur innan stjórnar um málið.

Umrætt samstarf hefur verið umdeilt í mörg ár. Nýkjörinn formaður SÁÁ, Einar Hermannsson, lýsti því sem svörtum bletti á starfsemi félagsins í viðtali við DV, fyrr á þessu ári. „Ekkert réttlætir þessa tekjuleið SÁÁ,“ sagði hann þá. Einar lagði mikla áherslu á þetta atriði í kosningabaráttu sinni sem hann háði í sumar. „Þó að 55 milljónir séu vissulega umtalsverð fjárhæð, er það lítill hluti heildarveltu samtakanna og því ætti að vera gerlegt að afla þeirra tekna með öðrum leiðum,“ hafði DV eftir Einari fyrr á árinu.

Íslandsspil eiga og reka fjölda spilakassa um allt land og eru í eigu Rauða krossins, SÁÁ og Landsbjargar. Rauði krossinn er langstærsti eigandinn með 64% hlut, Landsbjörg næst með 26.5% hlut og á SÁÁ 9.5% hlut í félaginu. SÁÁ veitir ráðgjöf og meðferð við spilafíkn og hefur mörgum því þótt eignarhlutur SÁÁ í Íslandsspilum og aðkoma þess að útgerð spilakassa slá skökku við.

Íslandsspil er rekið samkvæmt lögum um söfnunarkassa. Heimila lögin félagi í eigu ofangreindra þriggja aðila að reka spilakassa, en almennt eru fjárhættuspil bönnuð á Íslandi. Skal samkvæmt lögunum allur ágóði renna til félaganna þriggja. Í ljósi þess að eignarhald SÁÁ á félaginu sé tilgreint í sjálfum lögunum sem heimila rekstur þess er óvíst hvernig brotthvarf SÁÁ úr eigendahópi þess verður útfært og hvort lagabreyting þurfi að koma til. Samkvæmt sömu heimildum DV er sú vinna þegar hafin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“