fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Móðir Ólívers biður fólk um að sýna ekki dómhörku – „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 28. október 2020 08:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pistill Sigríðar Elínar Ásmundsdóttur í síðustu viku vakti landsathygli og fjallað var um hann í öllum helstu fjölmiðlum. Sonur Sigríðar, Ólíver, hefur mátt þola langavarandi einelti í Sjálandsskóla í Garðabæ og eineltið hefur teygt sig inn í starf Stjörnunnar þar sem drengurinn, 11 ára gamall, stundaði knattspyrnu.

Sigríður hefur nú birt nýjan pistil þar sem hún biður fólk um að slaka á dómhörku. Hún segir að hana svíði í hjartað þegar hún les sumar athugasemdir í kommentakerfum um málið. Hún segist engan ásaka og ítrekar að skólastjóri Sjálandsskóla hafi lagt sig fram við að leysa málið. Hún biður fólk um að úthrópa ekki skólastjórnendur, foreldra gerenda í eineltismálum né gerendur:

„Elsku vinir við eigum að hjálpast að í baráttunni gegn einelti og standa saman.
Ekki úthrópa skólastjórnendum, foreldrum gerenda í eineltismálum eða gerendum sjálfum sem eru börn.
Einblínum á að uppræta einelti í samfélaginu okkar og á að finna leiðir til þess sem virka. Leiðir til að reyna að koma í veg fyrir að einelti eigi sér stað og lausnir sem virka til þess að uppræta eineltismál. Gerum þetta saman og hjálpum öllum sem koma að þessum málum. Þolendum að sjálfsögðu en líka gerendum því það vill ekkert barn meiða eða særa annað barn, hjálpum börnum að læra að gera það ekki. Þegar ég var lítil hékk alltaf innrammað plakat uppi á vegg í eldhúsinu heima þar sem stóð: Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Þessi setning er greipt í huga mér og þess vegna svíður mig í hjartað þegar ég les sumar athugasemdir í kommentakerfinu. Ég vandaði mig þegar ég skrifaði stöðuuppfærsluna á fimmtudagskvöldið því ég vildi ekki ásaka neinn enda er skólastýran góð kona og skólinn reyndi þó svo hann hafi ekki tekið nógu fast á málinu miðað við hversu alvarlegt eineltið var orðið, mitt barn var komið að þolmörkum. Auðvitað var sárt að staðan hafi verið orðin það slæm að hann hafi ekki getað hugsað sér að vera áfram í skólanum. Ég var í einlægni að segja frá birtingamynd eineltis með þá von í brjósti að það gæti, meðal annars, hjálpað einhverjum í sömu sporum, látum það vera afleiðingarnar; að knýja fram breytingar til hins betra svo við öll getum tekið betur á eineltismálum fyrir börnin okkar.
Ég ætla að leyfa Marteini skógarmús að eiga lokaorðin í kvöld: ,,Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.” Þetta er ekki flókið.
Ást og friður ❤️og #fokkeinelti

„Mér er mikið hjartans mál að umræðan fari ekki á neikvætt plan,“ segir Sigríður í spjalli við DV, og ennfremur: „Kröftum okkar er miklu betur varið í að standa saman í þessu verkefni en að leita að sökudólgum.“

Fréttablaðið greinir frá því í dag að samstarf við foreldra þeirra nemenda sem hlut áttu að máli í einelti gegn Ólíver hafi verið eflt. Skólinn hafi einnig kallað til ráðgjafar sérfræðinga í eineltismálum til að styðja við nemendur og starfsfólk skólans. Fjallað var um málið á bæjarráðsfundi í Garðabæ í gær.

https://www.facebook.com/sigggae/posts/10223936413496216

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti
Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Í gær

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Í gær

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ertu á atvinnuleysisbótum og þarft að eiga við Vinnumálastofnun? – Ekki gera sömu mistök og þessir gerðu

Ertu á atvinnuleysisbótum og þarft að eiga við Vinnumálastofnun? – Ekki gera sömu mistök og þessir gerðu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þungur andi hjá Félagsbústöðum: Sigrún sat heima á meðan starfsmenn skemmtu sér í Króatíu – „Það var bara af ákveðnum ástæðum“

Þungur andi hjá Félagsbústöðum: Sigrún sat heima á meðan starfsmenn skemmtu sér í Króatíu – „Það var bara af ákveðnum ástæðum“