fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Fjársöfnun vegna eldsvoðans í Borgarfirði – Missti lífsförunaut sinn og heimili

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 22. október 2020 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjársöfnun er hafin til handa Snorra Jóhannessyni, bónda á Augastöðum í Hálsasveit í Borgarfirði vegna eldsvoða sem varð á bænum um síðustu helgi. Í eldsvoðanum lést eiginkona hans, Jóhanna Guðrún Björnsdóttir. Var hún fædd árið 1949. Jóhanna var ein í húsinu er eldurinn kom upp. Auk eiginmanns lætur Jóhanna eftir sig fjögur börn.

Vefur Mannlífs greindi fyrst frá

Einnig er sagt frá málinu á vefnum Skessuhorn.

Í brunanum missti Snorri ekki einungis ástvin og lífsförunaut, heldur auk þess íbúðarhús sitt og allt innbú. Vinir og ættingjar Snorra hafa verið hrundið af stað fjársöfnun til að gera eftirleikinn bærilegri fyrir Snorra. Árdís Kjartansdóttir, mágkona hans, skrifar eftirfarandi um málið á Facebook:

„Það má með sanni segja að árið 2020 sé „Annus horribilis“ í lífi fjölskyldunnar frá Augastöðum. Eins og margir hafa frétt, varð sá hræðilegi atburður síðasta sunnudag að íbúðarhús Snorra mágs míns og Hönnu svilkonu að Augastöðum í Borgarfirði, brann til grunna og elsku Hanna fórst í brunanum. Snorri hefur því ekki einungis misst lífsförunaut sinn, heldur heimili og allar eigur.

Allmargir hafa haft samband, bæði við okkur og aðra í ættingja- og vinahópi Snorra og Hönnu. Þetta góða fólk vill leggja sitt af mörkum til að gera eftirleikinn bærilegri fyrir Snorra. Þau heiðurshjón voru enda vinamörg, sem ekki er að undra, elskuleg, hjálpsöm, röggsöm, dugleg, brosmild, hláturgjörn og hörkuduglegt eðalfólk. Frábærlega gestrisin og skemmtileg heim að sækja á Augastaði.“

Reikningsnúmerið er: 0322-13-400032 og kennitalan: 211247-3049.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“
Fréttir
Í gær

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás