fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Heimsfræg sjónvarpsstjarna sögð hafa brotið á íslenskum pilti – „Hrein og klár ógn við börn“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 15. október 2020 16:10

Jerry Harris

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu mánuði hafa fjölmiðlar líkt og The New York Times og  Chicago Tribune greint frá meintum brotum sjónvarpsstjörnunnar Jerry Harris. Sá á að hafa viðurkennt í skýrslutöku lögreglu að hafa sent og tekið við kynferðislegu efni frá tíu til fimmtán einstaklingum sem allir voru undir lögaldri. Auk þess hafi hann stundað kynlíf með fimmtán ára einstaklingi og borgað sautján ára einstaklingi fyrir að senda sér nektarmyndir.

Nú heldur vefmiðillinn The News Pocket því fram að einn brotaþola Jerry sé íslenskur drengur, sem hann hafi sannfært um að senda sér kynferðislegar myndir og myndbönd af sér.

Hinn bandaríski Jerry Harris er 21 árs gamall. Hann gerði garðinn frægan í Netflix-heimildaþáttaröðinni Cheer, sem fjallar um lífið í „klappstýruheiminum“. Þar vakti hann sérstaka athygli fyrir „lifandi og skemmtilegan“ persónuleika sinn.

„Hrein og klár ógn við börn“

Þrátt fyrir að játa ákveðnar gjörðir hafa Harris og lögfræðingar hans haldið því fram að hann sé saklaus í málinu. Þeir vilja meina að hann hafi ekki gerst sekur um kynferðislega áreitni eða önnur brot og halda því fram að hann hafi sjálfur verið undir lögaldri þegar meint brot áttu sér stað.

Tvíburabræður í Texas sem kærðu Harris fyrir ítrekaða áreitni, bæði í gegnum net og í raunheimum, segja að þeir hafi verið þrettán ára, en Harris nítján ára þegar áreitnin hófst. Móðir drengjanna hefur lýst Harris á þennan veg:

„Harris er að mínu mati hrein og klár ógn við börn.“

Gæti átt 30 ára dóm yfir höfði sér

Fyrir nokkrum vikum bað alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, alla þá sem að teldu sig hafa verið fórnarlömb Jerry Harris að hafa samband og veita upplýsingar vegna málsins. Verði Harris dæmdur sekur gæti hann átt yfir höfði sér 30 ára fangelsisdóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gunnlaugur Claessen er látinn

Gunnlaugur Claessen er látinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“
Fréttir
Í gær

Þórður sendir stórútgerðinni eitraða pillu fyrir grátherferðina – „Flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi“ 

Þórður sendir stórútgerðinni eitraða pillu fyrir grátherferðina – „Flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi“ 
Fréttir
Í gær

Jón lýsir martröð dóttur sinnar: „Þá var hún í fylgd með einhverjum karlkyns félögum sínum, sem nauðguðu dóttur minni“

Jón lýsir martröð dóttur sinnar: „Þá var hún í fylgd með einhverjum karlkyns félögum sínum, sem nauðguðu dóttur minni“
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“
Fréttir
Í gær

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina