fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Ákeyrsla og afstunga – Ökumenn í vímu og hnuplarar á ferð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. október 2020 05:25

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tíunda tímanum var ekið á kyrrstæða bifreið í miðborginni og stakk tjónvaldur síðan af frá vettvangi. Vitni sáu skráningarnúmer bifreiðarinnar og var því auðvelt fyrir lögregluna að hafa uppi á tjónvaldinum. Hann reyndist vera 17 ára. Lögreglan heimsótti hann og foreldra hans og tilkynning verður send til barnaverndaryfirvalda.

Afskipti voru höfð af tveimur aðilum í gærkvöldi og nótt sem höfðu verið staðnir að hnupli úr verslunum í miðborginni og Bústaðahverfi. Á fyrsta tímanum í nótt var tilkynnt um þjófnað úr aðstöðu starfsfólks á veitingastað í Breiðholti. Bíllyklum og öðrum verðmætum var stolið.

Fjórir ökumenn voru handteknir í nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis. Tveir þeirra gerðust sekir um akstur sviptir ökuréttindum og það ekki í fyrsta sinn. Einn var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða að sýnatöku lokinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð