fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fréttir

„Hvar er umhverfisráðherra?“- Laxeldi í sjó við Ísland gæti mengað á við 1,7 milljónir manns

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 12. október 2020 18:00

Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Lind Karlsdóttir, fjölmiðlakona með meiru, er mikill áhugamaður um stangveiði og verndun villtu laxastofnanna. Hún spyr hvar umhverfisráðherra landsins sé þegar fyrirséð er að heimila eigi framleiðslu á gífurlegu magni af sjóeldislax, en ljóst sé að mikil mengun stafi frá framleiðslunni og mögulegt sé að úr eldinu sleppi fleiri sjóeldislaxar en sem nemur öllum villtu laxastofnunnum á Íslandi.

Inga Lind skrifar um þetta á Facebook og veitti DV góðfúslega leyfi til að deila færslunni.

Inga veltir fyrir sér hvers vegna fyrirtækinu Icelandic Salmon AS, áður Arnarlax AS, sé heimilt að auka hlutafé sitt án afskipta og þar að auki án þess að greiða mikið fyrir það og geti þar með ótrauðir haldið áfram að menga við strendur Íslands.

Félag í meirihlutaeigu Norðmanna, skráð á norskan hlutabréfamarkað ætlar að auka hlutaféð svo það geti haldið áfram að menga hér á Íslandi á við 1,7 milljónir manna og borga lítið sem ekkert fyrir leyfið til þess.
Af hverju finnst sumu fólki þetta bara í lagi? Hvar er umhverfisráðherrann okkar?
Inga bendir á að samkvæmt áhættumati Hafrannsóknarstofnunar megi framleiða 106.500 tonn af eldislaxi á ári.
Þegar því marki er náð verði um 43 milljónir eldislaxa af norskum stofni í sjókvíum við landið.
Norska umhverfisstofnunin hefur metið að mengun frá hverju tonni af laxeldi sé á við mengun frá 16 manneskjum.
Heildarmengunin frá rúmlega þeim rúmlega hundrað þúsund tonnum sem Hafrannsóknarstofnun heimili nemi því mengum á við 1,7 milljónir manna.
Hafrannsóknarstofnun meti það einnig svo að frá hverju tonni í sjókví sleppi tæplega einn fiskur, eða 0,8. Af 106.500 tonnum væru það því 87.330 sjóeldislaxar sem sleppa á ári hverju, eða meira heldur en allur hinn íslenski villti laxastofn.
Allur íslenski villti stofninn er um 80.000 fiskar. Og hann á undir högg að sækja.
Hvers vegna eru menn í aÍlvöru tilbúnir að fórna meiri hagsmunum fyrir minni?
Samkvæmt nýlegri norskri úttekt er kolefnisfótspor eldislax úr sjókvíum mjög hátt eða um fimm sinnum hærra en þorsks svo dæmi séu tekin. Í úttektinni kemur fram að kolefnisfótsporið hafi farið vaxandi á undanförnum árum meðal annars vegna vaxandi fiskdauða í sjókvíaeldi, viðvarandi lúsafárs og verri fóðurnýtingu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

María vill að fleiri verði eins og amma hennar – „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta alveg óþolandi“

María vill að fleiri verði eins og amma hennar – „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta alveg óþolandi“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj
Fréttir
Í gær

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til
Fréttir
Í gær

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti
Fréttir
Í gær

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks