fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Heróín farið að ryðja sér til rúms á Íslandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 12. október 2020 18:51

Heróín. Myndin tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heróín er farið að ryðja sér til rúms á Íslandi í kjölfar þess að minna framboð er af lyfseðilsskyldum lyfjum, svokölluðum ópíóðum, vegna stórminnkandi flugs í kórónuveirufaraldrinum.

Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Elísabetu Brynjarsdóttur, verkefnastýru hjá Frú Ragnheiði, sem er skaðaminnkunarverkefni á vegum Rauða krossins.

Elísabet sagðist hafa orðið vör við aukna félagslega einangrun hjá skjólstræðingum Frú Ragnheiðar undanfarið og það gæti leitt til aukinna bakslaga hjá fólki á batavegi. Bakslög gætu leitt til ofskömmtunar sem geti valdið dauðsföllum.

Elísabet sagði að það væri mikið áhyggjuefni ef heróín sé farið að ná fótfestu hér á landi. Frú Ragnheiður hafi einblínt á ópíóðana þar sem yfirleitt sé um að ræða fastar skammtastærðir og hafi beitt skaðaminnkandi viðhaldsmeðferðum. Í heróínneyslu séu skammtastærðir óræðar sem bjóði heim hættu á dauðsföllum vegna ofskömmtunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“
Fréttir
Í gær

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni