fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Umfangsmikil skattsvik í Garðabæ fyrir dóm í næstu viku

Heimir Hannesson
Laugardaginn 10. október 2020 09:15

Héraðsdómur Reykjaness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákærur í tveimur aðskildum málum gegn tveim Garðbæingum fyrir umfangsmikil skattsvik.

Hið fyrra mál snýr að rétt tæplega fertugum manni sem er ákærður fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og peningaþvætti með því að láta undir höfuð leggjast að telja fram tekjur frá þremur fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ sem nema samanlagt um fjörutíu milljónum. Brotin eru í ákærunni sögð framin milli ársins 2014 og 2017.

Árið 2014 taldi maðurinn fram um tvær milljónir í tekjur þegar raunverulegar tekjur hans voru nær fjórum milljónum. Árið 2015 taldi maðurinn aftur fram um tvær milljónir en raunverulegar tekjur, samkvæmt ákæru námu þá um 17 milljónum. Svipaða sögu var að segja af árunum 2016 og 2017. Samanlagt er maðurinn ákærður fyrir að hafa komist undan því að greiða um 16 og hálfa milljón í tekjuskatt og útsvar á árunum fjórum.

Þá er maðurinn ákærður fyrir peningaþvætti fyrir að hafa aflað sér, geymt eða eftir atvikum nýtt sér ávinning brota sinna í eigin þágu.

Málið hefur þegar verið þinglýst í Héraðsdómi Reykjaness og fer málflutningur í málinu fram á þriðjudag eftir helgi.

Hið síðara mál varðar rétt tæplega fimmtuga konu. Er konan ákærð fyrir að standa skil á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum einkahlutafélagsins Snyrtilegs ehf., eða vanhirt um að skila þeim yfir höfuð. Snyrtilegur ehf. var úrskurðað gjaldþrota í janúar árið 2017. Þá er konan sögð hafa ekki staðið skil á innskatti sem innheimtur var í rekstri fyrirtækisins. Eru svikin sögð nema samtals rúmum 14 milljónum og hafa staðið yfir árin 2014 og 2015.

Konan er enn fremur ákærð fyrir brot á lögum og reglum um bókhald fyrirtækja og peningaþvætti. Mál hennar verður einnig tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í næstu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ferðamaður óttasleginn eftir að hafa fundið veggjalús á hóteli í Reykjavík – Hótelstjórinn neitaði

Ferðamaður óttasleginn eftir að hafa fundið veggjalús á hóteli í Reykjavík – Hótelstjórinn neitaði
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Styttist í að rannsókn Gufunessmálsins ljúki

Styttist í að rannsókn Gufunessmálsins ljúki
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Í gær

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Í gær

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“