fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Vill að Íslendingar geri skaðabótakröfu á Kínverja – „Að geta rústað umheiminum eingöngu með eigin sóðaskap er athyglivert“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. október 2020 10:01

Jónas Haraldsson. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jónas Haraldsson lögfræðingur telur að þjóðir heims eigi að gera háar skaðabótakröfur á Kínverja vegna kórónuveirunnar, þar á meðal Íslendingar. Kínverjar beri ábyrgð á veirunni og tjónið sér yfirgengilega mikið, líklega mörg þúsund milljarðar á heimsvísu. Þetta kemur fram í grein Jónasar í Morgunblaðinu í dag. Jónas telur óumdeilt að upptök veirunnar liggi á matarmarkaði í Kína í lok árs 2019. Í upphafi greinar hans segir:

„Ekkert mótar mannlífið meir í heiminum nú um þessar mundir en sú veira, sem kom upp á markaði með fisk og ferskar kjötvörur í Wuhan í Kína í lok árs 2019 og stafaði af yfirþyrmandi sóðaskap og í kjölfarið síðbúnum viðbrögðum kínverskra stjórnvalda. Leiddi það síðan eins og alkunna er til útbreiðslu veirunnar um allan heim með hörmulegum afleiðingum, sem engan veginn er séð fyrir endann á í dag, bæði hvað snertir tölu látinna og umfang fjártjónsins. Að geta rústað umheiminum eingöngu með eigin sóðaskap er athyglivert, en skelfilegt tilhugsunar. Er ljóst nú þegar, að afleiðingar þessa veirusmits frá Kína eru farnar að koma fram í eyðileggingu á efnahag allra þjóða heimsins og hefur að auki eitrað daglegt líf allra íbúa landanna með einum eða öðum hætti. Getur þá hver og einn litið í eigin barm hvað það snertir.“

Jónas segir virðingarvert það sem Kínverjar hafi haft fram að færa til varnar gegn faraldrinum í seinni tíð en það fríi þá engan veginn ábyrgð, ekki frekar en mann sem kveikir í húsi og tekur síðan þátt í því að slökka eldsvoðann. Til frádráttar frá sinni skaðabótakröfu á Kínverja geti Íslendingar tekið 35 milljónir króna sem kínversk yfirvöld gáfu til kaupa á hlífðarbúnaði að frumkvæði kínverska sendiráðsins.

Jónas segir enn fremur að sú staðreynd að Kínverjar hafi orðið fyrir tjóni líka af völdum faraldursins fríi þá ekki ábyrgð með nokkrum hætti. Enginn eigi að gera rústað heimsbyggðinni, eins og Kínverjar hafi gert, og komist skaðlaust frá því. Gefur hann lítið fyrir skrif kínverska sendiherrans í Morgunblaðinu fyrir skömmu þar sem hann  hvatti til samvinnu þjóða heims að bjartari framtíð:

„Allir verða að bera ábyrgð á gerðum sínum og öllu því tjóni, sem þeir kunna að valda öðrum, hvort heldur tjónið stafar af stórfelldu eða vítaverðu gáleysi og hvort heldur það er einstaklingur eða þjóðríki, sem í hlut á. Mesta stórveldi heimsins, Kína, tjónvaldurinn sjálfur í þessu tilviki, er þar að sjálfsögðu ekki undanþegið. Það rústar enginn heimsbyggðinni og kemst skaðlaus frá því. Síðar má kannski vinna saman að bjartri framtíð mannkynsins, eins og sendiherra Kína hefur lagt til, en þá fyrst þegar allar hörmungarnar, sem þessi kínverska Covid-19-veira hefur og mun valda íbúum jarðarinnar, eru að baki.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur