fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Grímuklæddur maður óð inn í ólæst hús á Siglufirði í nótt – „Íbúar horfa fram á nýjan raunveruleika“

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 6. október 2020 15:18

mynd/samsett DV Trölli.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uggur er í íbúum Siglufjarðar eftir að grímuklæddur þjófur gekk inn í þó nokkur hús í bænum síðastliðna nótt. Segir fréttavefurinn Trolli.is frá því að ekki sé vitað hvort maðurinn hafi verið einn á ferð eða átt sér vitorðsmenn. Honum er þar lýst sem dökkklæddum, fremur lágvöxnum og með svarta skíðagrímu.

Hefur Troll.is eftir lögreglunni að þar sem húsin voru öll ólæst telst athæfi mannsins, eða mannanna, húsbrot en ekki innbrot. Að minnsta kosti tveir einstaklingar urðu varir við óboðna gestinn og varð þeim mikið um að mæta manninum inni á heimili sínu um miðja nótt.

Verðmæti hurfu þar sem þjófurinn komst inn. Sigurbjörn Þorgeirsson lögreglumaður í Fjallabyggð segir í viðtali við fréttavefinn Trölla að málið sé grafalvarlegt. „Sérstaklega í ljósi þess að öll húsin voru ólæst og þurfa íbúar að horfa fram á nýjan raunveruleika, þar sem ekki er lengur óhætt að hafa húsin ólæst.“

Lögregla leitar enn mannsins og hvetur hún þá sem geta gefið upplýsingar um málið að hafa samband við lögregluna á Norðurlandi eystra í síma 444-2800.

Uppfært: 15:32 Lögregla á Norðurlandi eystra birti eftirfarandi tilkynningu um málið á Facebook síðu sinni eftir að frétt þessi fór í birtingu. er hún hér birt í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast