Héraðsdómur Reykjaness birti í morgun fyrirkall og ákæru í Lögbirtingablaðinu. Þar er skorað á Jose Miguel Lopez Daza, 62 ára gömlum karlmanni frá Spáni, að mæta fyrir dóm og hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Stífar reglur gilda um hvernig eigi að birta ákæru yfir mönnum og stefna þeim fyrir dóm. Takist hefðbundnar stefnubirtingar ekki, nægir að birta stefnu og/eða ákæru í Lögbirtingablaðinu. Það hefur nú verið gert.
Jose Miguel er ákærður fyrir að hafa staðið að innflutningi á 436 grömmum af kókaíni. Maðurinn kom til landsins með flugi FI-543 frá París 24. júlí síðastliðinn. Við skoðun tollvarða kom í ljós að maðurinn hafði falið efnin í 51 hylkjum innvortis. Kókaínið var ætlað til söludreifingar í ágóðaskyni, að því er fram kemur í ákæru.
Sæki Jose Miguel ekki þinghald getur hann verið látinn sæta því að fjarvist verði metin til jafns við viðurkenningu hans á sakarefnum og að dómur verði lagður á málið að honum fjarstöddum.