fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Spænskur fíkniefnasmyglari finnst ekki á Íslandi – Smyglaði tæpu hálfu kílói innvortis

Heimir Hannesson
Mánudaginn 5. október 2020 12:00

Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli mynd/Haraldur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness birti í morgun fyrirkall og ákæru í Lögbirtingablaðinu. Þar er skorað á Jose Miguel Lopez Daza, 62 ára gömlum karlmanni frá Spáni, að mæta fyrir dóm og hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Stífar reglur gilda um hvernig eigi að birta ákæru yfir mönnum og stefna þeim fyrir dóm. Takist hefðbundnar stefnubirtingar ekki, nægir að birta stefnu og/eða ákæru í Lögbirtingablaðinu. Það hefur nú verið gert.

Jose Miguel er ákærður fyrir að hafa staðið að innflutningi á 436 grömmum af kókaíni. Maðurinn kom til landsins með flugi FI-543 frá París 24. júlí síðastliðinn. Við skoðun tollvarða kom í ljós að maðurinn hafði falið efnin í 51 hylkjum innvortis. Kókaínið var ætlað til söludreifingar í ágóðaskyni, að því er fram kemur í ákæru.

Sæki Jose Miguel ekki þinghald getur hann verið látinn sæta því að fjarvist verði metin til jafns við viðurkenningu hans á sakarefnum og að dómur verði lagður á málið að honum fjarstöddum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin